Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 57. fundur 12. nóvember 2013

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð

57. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. nóvember 2013 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Þar sem skipulagsnefndarfundi sem vera átti 11. nóvember 2013 var frestað féll liðurinn af dagskrá sveitarstjórnarfundar.

Dagskrá:

1.     1311008 - Ákvörðun útsvars 2014
Skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 skal sveitarstjórn ákvarða álagningarhlutfall útsvars fyrir 1. desember ár hvert.
Sveitarstjórn samþykkir að halda útsvari óbreyttu eða 14.48%

2.     1311011 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2014
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2014.
Vísað til síðari umræðu.

3.     1311009 - Álagning fasteignarskatts og -gjalda
Umræður um álagningu fasteignarskatts og fasteignagjalda og afsláttarreglur vegna þeirra.
Ákveðið að hækka rotþróargjöld aftur til þeirra fjárhæða sem voru árið 2012. Vegna mistaka við ákvörðun um lækkun á árinu 2013 var förgunarkostnaður ekki reiknaður inn í gjaldskrána.
Einnig var ákveðið að bæta við gjaldflokki fyrir rotþrær yfir 20.000 l. Gjaldskráin fyrir tæmingu rotþróa verður þá sem hér segir árið 2014:

undir 1.800 l                     kr. 9.656
1.801 l til 3.600 l þrær        kr. 13.216
3.601 l til 6.000 l þrær        kr. 18.607
6.001 l til 9.000 l þrær        kr. 24.076
9.001 l til 20.000 l þrær.     kr. 44.858
20.001+                          kr. 64.390

Rætt um afslætti til tekjulágra örorku- og ellilífeyrisþega með lögheimili í sveitarfélaginu. Ákveðið að vísitölutengja tekjumörk þannig að þau hækki miðað við launavísitölu 1. janúar ár hvert. Hækkun ársins 2014 skal miðast við hækkun launavísitölu frá 1. janúar 2013 til 1. janúar 2014. Sveitarstjóra falið að uppfæra reglur um afslátt til tekjulágra örorku- og ellilífeyrisþega til samræmis.
Sveitarsjórn samþykkir að halda álagningarprósentu fasteignaskatts óbreyttri á milli ára og verður sem hér segir:

Fasteignaskattur A    0,385% (af fasteignamati)
Fasteignaskattur B    1,32% (af fasteignamati)
Fasteignaskattur C    1,20% (af fasteignamati)
Lóðarleiga                1,75% (af fasteignarmati lóðar)
Fráveitugjald            0,19% (af fasteignamati í þéttbýli)

Ákvörðun um sorpgjald frestað til næsta fundar.

4.     1311010 - Gjaldskrár Svalbarðsstrandarhrepps 2014
Umræður um gjaldskrár Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2014.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

5.     1310011 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2014
Í bréfi frá 20. október 2013 óskar Guðrún Jónsdóttir, fyrir hönd Stígamóta, eftir stuðningi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps við starfsemi samtakanna árið 2014.
Sveitarstjórn hafnar erindinu. Svalbarðsstrandarhreppur hefur styrkt systurfélag Stígamóta, Aflið á Akureyri.       

6.     1311006 - Stuðningur við Snorraverkefnið sumarið 2014
Í bréfi frá 4. nóvember 2013 óskar Ástrós Signýjardóttir, fyrir hönd stjórnar Snorrasjóðs, eftir stuðningi Svalbarðsstrandarhrepps við Snorraverkefnið sumarið 2014.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

7.     1106002 - Útboð í úrgangsmálum
Lögð fram drög að útboðsgögnum vegna úrgangsmála. Gögn verða send fundarmönnum um leið og þau berast frá þjónustuaðila.
Lagt fram til kynningar

8.     1310010 - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Lögð fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá 23. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir fjárhagslegum viðmiðum sem nefndin hefur til hliðsjónar vegna yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um tilhögun fjármálástjórnunar og eftirlits með fjármálum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar

9.     1311002 - Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
Í bréfi frá 30. október 2013 vekur Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, athygli sveitarstjórnar á skyldum byggingarfulltrúa til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir 2015 og faggildingu fyrir árið 2018 ef fela á byggingarfulltrúa yfirferð hönnunargagna og úttektir framkvæmda.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis.

10.     1311003 - Afskriftarbeiðnir vegna opinberra gjalda
Í bréfi frá 5. nóvember 2013 óskar Lilja Ólafsdóttir, fyrir hönd Sýslumannsins á Akureyri, eftir heimild til að afskrifa kröfur vegna opinberra gjalda, sbr. meðfylgjandi afskriftarbeiðnir nr. 201310071247597,201310291035240 og 201310311005057.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Sýslumannsembættinu heimild til afskrifta á meðfylgjandi beiðnum.

11.     1311005 - 70. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
Í tölvupósti frá 7. nóvember 2013 óskar Kristjana Benediktsdóttir, fyrir hönd Velferðarnefndar Alþingis, eftir umsögn sveitarstjórnar um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum (tvöfalt lögheimili), 70. mál. Frestur til að skila umsögn er til 20. nóvember 2013.
Ákveðið að senda umsögn um tillöguna. Ritara falið að gera drög að umsókn og senda á sveitarstjórn og sveitarstjóra. 

12.     1311007 - 72. mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis
Í tölvupósti frá 7. nóvember 2013 óskar Sigrún Helga Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Velferðarnefndar Alþingis, eftir umsögn sveitarstjórnar um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 72. mál. Frestur til að skila umsögn er til 20. nóvember 2013.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps lýsir eindregnum stuðningi við frumvarpið.

13.     1310007 - Fundargerðir 153,154,154,155 fundar HNE ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2014
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 153.-155. fundar Heilbrigðisnefndar Eyjafjarðar ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar fyrir árið 2014.
Anna Fr. Blöndal og Eiríkur H. Hauksson viku af fundi á meðan fundargerðirnar voru ræddar.
Sveitarstjóra falið að leita til lögfræðings um ráðgjöf vegna liðar 2 í fundargerð 155. fundar heilbrigðisnefndar.

14.     1311002F - Skólanefnd - 27
Fundargerð 27. fundar skólanefndar frá 11. nóvember 2013 var tekin fyrir á 57. fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

14.1.    1311013 - Forvarnaáætlun Valsárskóla
Afgreiðsla skólanefndar á 27. fundi hennar þann 11. nóvember 2013 var staðfest á 57. fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2013.

14.2.    1311015 - Niðurstöður samræmdra prófa
Afgreiðsla skólanefndar á 27. fundi hennar þann 11. nóvember 2013 var staðfest á 57. fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2013.

14.3.    1311012 - Starfsmannamál í Valsárskóla 2013-2014
Afgreiðsla skólanefndar á 27. fundi hennar þann 11. nóvember 2013 var staðfest á 57. fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2013.

14.4.    1311014 - Stefna í málefnum bráðgerra barna
Afgreiðsla skólanefndar á 27. fundi hennar þann 11. nóvember 2013 var staðfest á 57. fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2013.

14.5.    1311011 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2014
Afgreiðsla skólanefndar á 27. fundi hennar þann 11. nóvember 2013 var staðfest á 57. fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember 2013.     

15.     1302030 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024, tillaga til sveitarstjórna
Í tölvupósti frá 25. september 2013 óskar Bjarni Kristjánsson, fyrir hönd Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, eftir því að sveitarstjórn taki afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum sem bárust við auglýsta tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 til umfjöllunar og afgreiðslu og geri nefndinni skriflega grein fyrir afstöðu sinni.
Erindið tekið á dagskrá með samþykki fundarmanna.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar á athugasemdum við auglýstar tillögur.

16.     1311020 - Fjárhagsleg endurskipulagning Moltu ehf.
Eiríkur óskaði eftir að fá að kynna áform um fjárhagslega endurskipulagningu Moltu ehf. Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Eiríkur fór yfir samkomulag sem gert hefur verið við lánadrottna Moltu ehf. og forsendur þess.

17.     1311021 - Erindi varðandi ágang hrossa
Í tölvupósti frá 11. nóvember 2013 gerir Sveinberg Th. Laxdal, með tilvísan til 34. 35. greinar fjallskilasamþykktar Eyjafjarðar, sveitarstjórn viðvart um ágang hrossa í landi hans og fer fram á að hún hlutist til um smölun þeirra.
Sveitarstjóra falið að finna eiganda/eigendur hrossanna og krefjast þess að þeir smali hrossunum út úr landi Túnsbergs. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort hrossum hafi verið smalað úr heiðinni eins og til er ætlast.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is