Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 6. fundur 09.11.2010

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
6. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13:30 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.
Fundarmenn: Guðmundur Stefán Bjarnason, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Helga Kvam, Telma Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritar Anna Fr. Blöndal.

Dagskrá:

1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.
Sveitarstjóri fór yfir helstu tölur. Gerðar lítilsháttar breytingar, endurskoðun samþykkt með áorðnum breytingum. Minnisblað fylgir gögnum liðarins.

2. Álagning útsvars fyrir árið 2011.
Ákveðið að hafa álagningu óbreytta 13.28%.

3. Vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2011.
Skipulag vinnu við fjárhagsáætlunargerð og umræður. Ákveðið að halda vinnufund um áætlunargerðina.

4. Framkvæmdir við kirkjugarð.
Staðan kynnt.

5. Yfirtaka sveitarfélaga á málefnum fatlaðra.
Lögð fram drög að samningi um sameiginlegt þjónustusvæði um þjónustu við fatlaða. Sveitarstjóri fór yfir helstu atriði samningsins og hver staða sveitarfélaganna utan Akureyrar er í því samhengi. Samningurinn gildir til ársloka 2014 og er ekki uppsegjanlegur. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við drögin eins og þau liggja fyrir.

6. Styrkbeiðni frá Stígamótum frá 1. nóvember 2010.
Erindinu hafnað, en bent er á að Svalbarðsstrandarhreppur styrkir Aflið systurfélag Stígamóta.

7. Tilnefningar Búnaðarsambands Eyjafjarðar í gróðurverndarnefnd frá 27. september 2010.
Tilnefningin  samþykkt.

8. Losun rotþróa í Svalbarðsstrandarhreppi.
Samningur um losun rotþróa sem sveitarfélagið er aðili að rennur út um áramót. Sveitarstjóra falið að skoða samninginn og gera tillögur um framhaldið.

9. Fundargerð 80. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar þann 2. nóvember 2010.
Sveitarstjórn samþykkir liði 3 – 7 í fundargerð Byggingarnefndar.

10. Fundargerð 2. fundar umhverfisnefndar þann 2. nóvember 2010.
Rætt um sorphirðumál. Fundargerð samþykkt.

11. Fundargerð 1. fundar félagsmálanefndar þann 3. nóvember 2010.
Varðandi lið tvö er sveitarstjóra veitt umboð til að klára málið. Varðandi lið 4 er afgreiðsla sveitarstjórnar færð í trúnaðarmálabók. Varðandi lið 5 er sveitarstjóra falið að gera drög að vinnureglum og leggja fyrir næsta fund félagsmálanefndar. Fundargerð samþykkt að öðru leyti.

12. Fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar þann 4. nóvember 2010.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu 1. og 2. liðar. Fundargerð samþykkt í heild.

13. Til kynningar:

a. Bréf frá Moltu ehf. um breytingar á gjaldskrá frá 22. október 2010.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum af því að  ef gjaldtaka fyrir úrgang til jarðgerðar verður dýrari en förgunarleiðin þá muni verkefnið falla um sjálft sig.

b. Áskorun Velferðarvaktarinnar um aðgæslu í hagræðingaraðgerðum frá 25. október 2010.
Lagt fram til kynningar.

c. Ályktanir aðalfundar Eyþings 2010 og niðurstöður kosninga.
Lagt fram til kynningar.

d. Fundargerð 216. fundar stjórnar Eyþings þann 13. september 2010.
Lagt fram til kynningar.

e. Fundargerð 217. fundar stjórnar Eyþings þann 8. október 2010.
Lagt fram til kynningar.

f. Fundargerð 153. fundar stjórnar Hafnarsamlags Norðurlands þann 11. október 2010.
Lagt fram til kynningar.

g. Fundargerð 129. fundar Heilbrigðisnefndar Eyjafjarðar þann 20. október 2010.
Lagt fram til kynningar.

h. Snjómokstur á Veigastaðavegi.
Rætt um snjómokstur á Veigastaðavegi. Eiríkur gerði grein fyrir ferlinu eins og það er í dag skv. upplýsingum frá verktaka. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um snjómokstursreglur og þéttbýlisskilgreiningu. Einnig var var honum falið að heyra í Eyjafjarðarsveit varðandi sameiginlega hagsmuni á sveitarfélagamörkum á Veigastaðavegi.

i. Daggæsla fyrir börn undir leikskólaaldri.
Rætt um fyrirkomulag niðurgreiðslna til foreldra vegna daggæslu barna.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl. 17.45.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is