Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 66. fundur 10.06.2014

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
66. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 10. júní 2014 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1405021 - Kosningar til sveitarstjórnar 31. maí 2014
Kosningar til sveitarstjórna fóru fram laugardaginn 31. maí 2014. Eftirtaldir aðilar náðu kjöri sem aðalmenn í sveitarstjórn: 

 Ólafur Rúnar Ólafsson, 94 atkvæði 
 Valtýr Hreiðarsson, 77 atkvæði
 Guðfinna Steingrímsdóttir, 75 atkvæði
 Eiríkur H. Hauksson, 73 atkvæði 
 Halldór Jóhannesson, 69 atkvæði

Eftirtaldir aðilar náðu kjöri sem varamenn:

 1. Anna Karen Úlfarsdóttir 
 2. Sigurður Halldórsson 
 3. Inga Margrét Árnadóttir 
 4. Jakob Björnsson
 5. Þóra Hjaltadóttir

Fráfarandi sveitarstjórn óskar nýrri sveitarstjórn og varamönnum til hamingju með kjörið og góðs gengis í störfum sínum fyrir Svalbarðsstrandarhrepp.
 
2.  1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Farið yfir stöðu framkvæmda. Árni Árnason mætti á fundinn og kynnti niðurstöður samanburðar á tilboðum í skrifstofuhúsgögn og útreikninga varðandi kostnað við lagningu gólfefna sbr. bókun sveitarstjórnar á 65. fundi.
Árni kom með nokkrar prufur af viðar gólfefnum og verð á þeim með niðurlögn. Sveitarstjórn samþykkir að setja classic eik frá Harðviðarvali. Árna falið að leita tilboða í efnið. Tilboðin í bókahillurnar í bókasafið eru að berast þessa dagana en ekki alveg tilbúin og einnig tilboð í fundarborðið. Þau tilboð verða lögð fyrir nýja sveitarstjórn til ákvörðunar.
 
3.  1401004 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2014
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda sumarsins.
RARIK er að hanna nýja lagnaleið fyrir lögn að vitanum í tengslum við færslu vegarins frá Svalbarðseyrarvegi niður að vita. Reiknað er með að jarðvegsskiptum í vegstæðinu verði lokið um mánaðamót júní júli.
Framkvæmdir við fjallsgirðingu eru ekki hafnar. Vegagerðin óskar eftir teikningum og mun Guðmundur Bjarnason hafa samband við Búgarð og láta teikna upp girðingarstæðið til að hægt sé að meta kostnaðinn.
Brúin er komin á sinn stað og búið að fylla að henni.
Framkvæmdir eru hafnar við að klára bílastæði og kantsteina í Laugatúni og búið að semja um frágang í Elsubrekku og kanti við raðhúsin.
Girðing fyrir enda Valsárinnar er ekki komin í framkvæmd. 
Enn vantar hús utan um spennuvirki ofan Laugatúns, sveitarstjóri mun taka þetta mál upp við RARIK á fyrirhuguðum fundi með þeim á næstu dögum.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við verktaka vegna færslu á læknum út úr höfninni og lagfæringu í mýrinni norðan við iðnaðarlóð neðan Smáratún. Stefnt er að stækkun og malbikun á planinu norðan við gámaplanið. Einnig er á áætlun að malbika gámaplan við Veigastaðaveg.
 
4.  1405018 - Fundargerðir 161., 162. og 163. fundar HNE
Fundargerðir 161.-163. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lagaðar fram til kynningar ásamt ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands Eystra.
Lagt fram til kynningar
 
5.  1406001 - Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga
Í bréfi frá 28. maí upplýsa Elín Pálsdóttir og Elín Gunnarsdóttir, fyrir hönd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um hlut sveitarfélagsins í verkefnum sem tengjast yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra og samkomulagi um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
 
6.  1105027 - Hjólreiðastígur meðfram þjóðvegi 1
Lögð fram uppfærð staðarvalsskýrsla og teikningasett, ásamt myndum af göngu og hjólreiðastíg á milli Hnífsdals og Ísafjarðar.
Farið yfir skýrsluna og verkefninu vísað til nýrrar sveitarstjórnar.
 
7.  1406003 - Mönnun í Valsárskóla veturinn 2014-15
Skólastjóri Valsárskóla hefur lagt til að fyrirkomulagi húsvörslu og þrifa verði breytt í tengslum við brotthvarf tveggja þeirra starfsmanna sem sinna þessum hlutverkum.
Farið yfir tillögurnar og þær ræddar. Sveitarstjórn tekur jákvætt í þessar tillögur en telur rétt að vísa þeim áfram til nýrrar sveitarstjórnar.
 
8.  1406001F - Skipulagsnefnd - 40
Fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar þann 1. júní 2014 var tekin fyrir á 66. fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2014. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

8.1. 1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 40. fundi þann 10. júní 2014 var staðfest á 66. fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2014.

8.2. 1403014 - Efnislosun og afmörkun frístundasvæðis
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 40. fundi þann 10. júní 2014 var staðfest á 66. fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2014.

8.3. 1406004 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna haugsetningar í landi Meðalheims
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 40. fundi þann 10. júní 2014 var staðfest á 66. fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2014.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is