Almennt

Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Almennt
Kosningar til sveitarstjórna skv. 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 fara fram 31. maí 2014. Í Svalbarðsstrandarhreppi verður kjörfundur haldinn í Valsárskóla.

Frestur til að skila framboðslistum til Kjörstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Ef ekki kemur fram framboðslisti fara fram óbundnar kosningar, þar sem kosning er ekki bundin við framboð en allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Þeir sem hyggjast skorast undan kjöri skv. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 5/1998 um kosningar til sveitarstjórna þurfa að skila yfirlýsingu þess efnis til kjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is