Almennt

Sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014

Almennt
Laugardaginn 31. maí verða haldnar kosningar til sveitarstjórnar skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Á kjörskrá eru allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, 31. maí 2014, og sem skráðir voru með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi þann10. maí 2014. Einnig eru danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, á kjörskrá, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og verið skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu þann 10. maí. Kjörskrá liggur frammi til skoðunar á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri á opnunartíma hennar til 30. maí.

Þar sem ekki komu fram framboðslistar er kosningin óbundin, þ.e. allir þeir sem hafa kosningarétt eru í kjöri. Eftirtaldir einstaklingar hafa þó skorast undan kjöri skv. 2. mgr. 18. gr. laga nr. 5/1998 og eru því ekki í kjöri:

  • Anna Fr. Blöndal, Fífuhvammi
  • Guðmundur S. Bjarnason, Svalbarði
  • Helga Kvam, Mógili 1
  • Stefán H. Björgvinsson, Vaðlabyggð 10

Kjörfundur hefst kl. 10:00 í húsakynnum Tónlistarskóla Svalbarðs- strandar í Valsárskóla (gengið inn að sunnan). Stefnt er á að honum ljúki kl. 18, en ekki má loka kjörstað nema hann hafi verið opinn í 8 klst. og að 30 mínútur séu liðnar frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjósendur eru eindregið hvattir til að mæta snemma á kjörstað og hafa með sér persónuskilríki.

Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is