Almennt

Til íbúa Svalbarđsstrandarhrepps

Almennt

Eins og fram hefur komiđ í fjölmiđlum í dag hefur heilbrigđisráđherra ákveđiđ ađ virkja heimildir sóttvarnarlaga sem fela m.a. í sér samkomubann nćstu fjórar vikur. Samkomubann á viđ viđburđi ţar sem fleiri en 100 manns safnast saman. Samtímis var tilkynnt um tímabundnar takmarkanir á starfsemi skóla. Útfćrslan á ţeim takmörkunum felast m.a. í ţví ađ börn verđi í sem minntum hópum og ađskilin eins og kostur er. Sömu forsendur eiga viđ um stćrri vinnustađi. Nánari útfćrslur í Álfaborg og Valsárskóla verđa unnar samkvćmt tilmćlum stjórnvalda.

Svalbarđsstrandarhreppur vinnur eftir viđbragđsáćtlun sem finna má á heimasíđu hreppsins og starfrćkt er viđbragđsteymi sem vinnur eftir ţeim tilmćlum sem koma frá embćtti Landlćknis og Almannavörnum. Í ţeim tilmćlum sem komu frá stjórnvöldum í dag er gert ráđ fyrir ađ sveitarfélög skipuleggi skólastarf miđađ viđ ađstćđur á hverjum stađ. Engin ákvörđun hefur veriđ tekin um ađ breyta skipulagi skólastarfs á Svalbarđseyri, á mánudag hittist viđbragđshópurinn eftir fund Almannavarna og í framhaldi af ţví verđa settar upplýsingar á heimasíđu hreppsins og póstur sendur til foreldra.

Á mánudag, 16. mars er starfsdagur í leik- og grunnskóla, Álfaborg og Valsárskóla. Undanfariđ hefur veriđ unniđ ađ áćtlun í Valsárskóla um kennslu barna komi til ţess ađ skóla verđi lokađ tímabundiđ og á mánudag heldur sú vinna áfram. Starfsmenn leik- og grunnskóla koma til međ ađ vinna ađ skipulagningu skólastarfsins á mánudag og upplýsingar verđa settar á heimasíđu sveitarfélagsins. Foreldrar leik- og grunnskólabarna fá upplýsingar sendar frá skóla međ nánari útskýringum ađ loknum starfsdegi.

Samkomum eldri borgara hefur veriđ frestađ tímabundiđ og eftir helgina verđur ákveđiđ hvort íţróttastarfi verđi frestađ. Eftir helgina verđa jafnframt settar á heimasíđu hreppsins, leiđbeiningar varđandi tómstundir barna, fundahald og ađra starfsemi sem getur orđiđ fyrir áhrifum af breytingum á skólastarfi og samkomubanni.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beđnir um ađ fylgjast vel međ upplýsingum sem birtast munu eftir helgina á heimasíđu sveitarfélagsins og síđum grunn- og leikskóla. Ţetta verkefni sem viđ stöndum frammi fyrir er stórt en međ samtakamćtti og yfirvegun tekst okkur ađ vernda ţá sem veikastir eru fyrir smiti og lágmarka útbreiđslu veirunnar. Bent er á heimasíđu Landlćknis www.landlaeknir.is , www.covid.is  og heimasíđu Almannavarna www.almannavarnir.is .

Međ kveđju

Björg Erlingsdóttir

sveitarstjóri


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is