Almennt

Til hunda- og kattaeigenda

Almennt
Að undanförnu hafa borist nokkrar kvartanir um ónæði af völdum hunda og katta. Einnig hafa borist ábendingar um hunda sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir. Af því tilefni er minnt á að hunda- og kattaeigendum ber að fara eftir samþykkt um katta- og hundahald í Svalbarðsstrandarhreppi nr. 882/2005 og að brot á samþykktinni geta varðað sviptingu leyfis til gæludýrahalds.

Sérstök athygli er vakin á eftirtöldum skyldum:

  1. Eigendur hunda og katta eiga að tryggja að gæludýr þeirra valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði.
  2. Skylt er að skrá alla hunda sem eru eldri en þriggja mánaða gamlir. Skráning fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins .
  3. Allir hundar og kettir eiga að vera merktir með hálsól, örmerki eða á annan tryggilegan hátt.
  4. Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir því tjóni sem gæludýr þeirra kunna að valda.
  5. Hundar skulu ávalt vera í fylgd með umsjónarmanni á almannafæri sem hefur fulla stjórn á þeim. Óheimilt er að láta hunda ganga lausa án eftirlits, jafnt í þéttbýlinu sem utan þess.
  6. Þeir sem hafa hund með í för eiga að hirða upp saur sem hundurinn lætur eftir sig.

Íbúar eru beðnir að láta vita ef brögð eru að því að ekki sé farið að settum reglum.

Sveitarstjóri


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is