Almennt

Tilkynning frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra

Almennt
Í samráði við vísindamenn og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að aflýsa óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Óvissustigi vegna jarðskjálfta úti fyrir Norðurlandi var lýst yfir 2. apríl síðastliðinn. Aukið eftirlit var virkjað, og farið yfir viðbragðsáætlanir vegna stórskálfta. Jarðskjálftavirknin hefur minnkað á síðustu vikum, bæði fjöldi skjálfta og styrkur og telja vísindamenn að hrinan sé gengin yfir.

Því ferli sem fer í gang vegna yfirlýsingar óvissustigis er lokið, en áfram verður fylgst með hættunni sem fylgir stórum jarðskjálftum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að gera viðeigandi ráðstafir vegna jarðskjálfta.

Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta, bæði á heimilum og vinnustöðum.

Varnir fyrir jarðskjálfta
Viðbrögð við jarðskjálftaSvalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is