Almennt

UMSE gerđi ţađ gott á landsmóti

Almennt
UMSE gerđi ţađ gott á landsmóti
Merki UMSE
Ungmennasamband Eyjafjarðar gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilstöðum um síðustu helgi. Keppendur UMSE voru að þessu sinni 50 talsins tóku þau þátt í  dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák.

Keppendur UMSE unnu átta gullverðlaun á landsmótinu, auk þess sem sambandið var kjörið „Fyrirmyndarfélagið“, sem þykir mikill heiður. 

Mótið fór í alla staði vel fram  og var mikil ánægja með hátíðina í heild sinni. Um 50 tjöld og vagnar voru á tjaldstæði UMSE og er áætlað að um 180 manns hafi tekið þátt í grillveislu UMSE á laugardagskvöldinu.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir lið UMSE var þegar það hlaut hinn eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“, en innganga UMSE við setningu mótsins vakti mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill þeirra hlut að þessu sinni.

Frekari upplýsingar um árangur UMSE er að finna hér.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is