Almennt

Verkefnislýsing: Deiliskipulag vegna Vađlaheiđarganga og vinnubúđa

Almennt
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir hér með verkefnislýsingu vegna vinnu við deiliskipulag Vaðlaheiðarganga og vinnubúða verktaka. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að koma sjónarmiðum sínum um skipulagið á framfæri á skrifstofu sveitarfélagsins.

Deiliskipulag vinnubúða
Skipulagssvæðið nær yfir 1,5 ha íbúðarsvæði (Íb21) í landi Halllands suð-vestan Veigastaðavegar nr. 828 og norðan Vaðlabrekku. Viðfangsefni skipulagsins er að skilgreina tímabundnar heimildir fyrir mannvirki sem nauðsynleg eru vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng á framkvæmdatíma þeirra.

Deiliskipulag Vegakerfis og athafnasvæða
Skipulagssvæðið nær yfir nánasta umhverfi gangnamunna Vaðlaheiðarganga og aðliggjandi umferðarmannvirkja. Viðfangsefni skipulagsins er að skilgreina vegakerfi og umhverfisfrágang á svæðinu og skilgreina tímabundnar heimildir fyrir mannvirki sem nauðsynleg eru vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng á framkvæmdatíma þeirra.

Verkefnislýsing til niðurhals


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is