Almennt

Viđhald fjallsgirđingar

Almennt
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps vill minna á ábyrgð landeigenda  varðandi viðhald girðinga. Landeigendur skulu hafa lokið viðgerðum á fjallsgirðingunni þannig að hún sé fjárheld áður en fé er sleppt í heiðina, þ.e. fyrir 15. júní.

Mjög mikilvægt er að öllum girðingum sé vel við haldið, sérstaklega fjalls­girð­ingunni og þeim girðingum sem ætlað er að halda búfé í beitarhólfum.

Sveitarstjórn minnir jafnframt á að búfjár­eigendur eiga að halda búfé sínu innan girðinga, þannig að það komist ekki í ann­arra manna lönd eða út á vegsvæði. Lausaganga búfjár er bönnuð á vegstæðum stofn- og tengi­vega neðan fjallsgirðinga, þ.e. við þjóðveg nr. 1, Veigastaðaveg og Svalbarðseyrar­veg.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is