Félagsmálanefnd

2. fundur 12. mars 2012 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Ómar Þór Ingason
  • Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir
  • Eva Hilmarsdóttir
  • Jón Hrói Finnsson.
Fundargerð ritaði: Eva Hilmarsdóttir

Fundargerð
2. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 12. mars 2012 kl. 20:00.
Fundinn sátu: Ómar Þór Ingason, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir, Eva Hilmarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.
Fundargerð ritaði: Eva Hilmarsdóttir, ritari félagsmálanefndar.

Dagskrá:

Almenn mál

1. 1101002 - Endurskoðun samnings um félagsþjónustu
Fyrir liggja drög að samningi við Akureyrarkaupstað um ráðgjafaþjónustu í félagsmálum. Samningurinn er byggður á eldri samningi en nýjir útreikningar liggja til grundvallar kostnaðarhlutdeild Svalbarðsstrandarhrepps í rekstrinum.
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og mælist til þess að sveitarstjórn samþykki samningin.

2. 1106016 - Úttekt á stöðu jafnréttismála hjá Svalbarðsstrandarhreppi
Teknar hafa verið saman upplýsingar um stöðu jafnréttismála hjá Svalbarðsstrandarhreppi. Skila þarf endurnýjaðri aðgerðaáætlun skv. 18. gr. jafnréttislaga til Jafnréttisstofu fyrir 1. maí.
Farið var yfir úttekt á stöðu jafnréttismála Svalbarðsstrandahrepps, sem unnin var fyrir félagsmálanefnd í mars 2012.
Einnig var farið yfir jafnréttisáætlun og aðgerðaráætlun og dagsetningar þar uppfærðar. Ekki þykir ástæða til frekari breytinga. Sveitarstjóra er falið að leita ráðgjafar varðandi lið 5.5 og 5.6 í aðgerðaráætluninni. Stefnt er að því að verkefnum þessarar áætlunar verði lokið fyrir árslok 2012.

3. 1203001 - Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2012
Í bréfi frá 1. mars 2012 boðar Guðrún Snorradóttir, fyrir hönd UMFÍ til ráðstefnunnar „Ungt fólk og lýðræði 2012“, sem haldin verður 29.-31. mars n.k. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er ungt fólk og fjölmiðlar.
Félagsmálanefnd leggur til að sveitarstjórn stuðli að þátttöku ungmenna í slíku starfi.

4. 1203015 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:30.