Kjörstjórn

Kjörfundur hefst kl. 11 á laugardag

Kjörstjórn
Kjörfundur í Svalbarðsstrandarhreppi í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag hefst kl. 11 í Valsárskóla. Stefnt er að lokum kjörfundar kl. 19.00 en tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir kl. 22 nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma að tryggja að þeir geti greitt atkvæði. Nánari upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðsluna er að finna á http://www.kosning.is/ og nánari upplýsingar um lögin sem kosið er um er að finna á http://www.thjodaratkvaedi.is/.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is