Kjörstjórn

Utankjörfundaratkvćđagreiđsla í kosningum til stjórnlagaţings

Kjörstjórn
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í kosningum til stjórnlagaþings hófst þann 10. nóvember s.l. Hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumönnum, t.d. sýslumanninum á Akureyri, eða hjá öðrum tilgreindum kjörstjórum. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum sýslumannsins í Reykjavík fer fram í Laugardalshöllinni. Kjósandinn er almennt ábyrgur fyrir því að koma utankjörfundaratkvæði til skila til kjörstjórnar fyrir lokun kjörstaða. Fram að kjördegi er hægt að skila atkvæðinu á skrifstofu hreppsins, en þú getur líka fengið einhvern til að skila því fyrir þig á kjörstað á kjördag. Ef þú sendir atkvæðið í pósti er best að stíla það á Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri.

Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu er að finna hér: http://www.kosning.is/stjornlagathing/framkvaemd/utankjorfundaratkvaedagreidsla/


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is