Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 33. fundur 3. október 2013

Skipulagsnefnd
Fundargerð
33. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 3. október 2013 kl. 07:00.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður og Bergþóra Aradóttir ritari.
Fundargerð ritaði:  Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.     1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
    Við yfirferð fundargerða skipulagsnefndar hefur komið í ljós að láðst hefur að bóka um stækkun á byggingarreit á lóð Kjarnafæðis í deiliskipulagi Eyrarinnar, sem samþykkt var á 54. fundi sveitarstjórnar þann 17. september 2013, eins og til stóð sbr. bókun nefndarinnar á 29. fundi um mál nr. 1306028 Umsókn um stækkun á matsal ofl.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsuppdrættinum verði breytt þannig að umræddur byggingarreitur verði stækkaður þannig að hann rúmi þær viðbyggingar sem Kjarnafæði hefur lagt inn umsóknir fyrir.
        
2.     1309011 - Umsókn um stækkun á áður samþykktum byggingarreit
    Í bréfi frá 17. september 2013 óskar Þröstur Sigurðsson, fyrir hönd Kjarnafæðis eftir að byggingarreitur á lóð Kjarnafæðis í deiliskipulagi því sem samþykkt var á 54. fundi sveitarsjórnar þann 17. september 2013, verði stækkaður með hliðsjón af meðfylgjandi teikningu merktri "Teikning T9" d frá 17. september 2013.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stækkun á byggingarreit á lóð Kjarnafæðis í deiliskipulagi eins og farið er fram á bréfi frá 17. september 2013.
        
3.     1310003 - Umsókn um stækkun lóðarinnar Húsabrekku í landi Halllands
    Í tölvupósti frá 1. október 2013 óskar Máni Guðmundsson, fyrir hönd eigenda Halllands, eftir umsögn sveitarstjórnar um landskipti þ.e. landspilu sem að stærstum hluta var áður viðskipta- og þjónustulóð (l.nr. 152900) vegna ferðaþjónustu, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd dags. 08.04.2013 frá Búgarði ráðgjafarþjónustu.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að taka jákvætt í erindið. Skipulagsnefnd bendir þó á að nauðsynlegt sé að fá erindið undirritað og að þar komi fram betri skýringar á því hvað felst í þessum landskiptum.
        
4.     1310004 - Ósk um afstöðu til umsóknar um byggingu frístundahúss í landi Austurhlíðar
    Í tölvupósti frá 24. september 2013 óskar Jónas Vigfússon, fyrir hönd Skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar eftir afstöðu Svalbarðsstrandarhrepps til umsóknar um byggingu frístundahúss í landi Austurhlíðar í Eyjafjarðarsveit, rétt sunnan við syðri mörk Svalbarðsstrandarhrepps.
    Afstaða skipulagsnefndar er sú að þar sem svæðið norðan sveitarfélagamarka er óskipulagt og í einkaeigu sé ekki forsvaranlegt að heimila vegalagningu í gegnum það svæði. Einnig telur skipulagsnefnd erfitt að heimila undanþágu á fjarlægð frá sveitarfélagamörkum fyrir vegalagningu sunnan við mörkin (sbr meðfylgjandi teikningu) þar sem ekki liggur fyrir hvernig skipulagi á svæðinu norðan við þau verði háttað.
        
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is