Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 36. fundur 10. febrúar 2014

Skipulagsnefnd
Fundargerð
36. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 10. febrúar 2014 kl. 07:30.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður, Bergþóra Aradóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.     1401023 - Umsókn um leyfi fyrir tímabundinni efnislosun
    Áður á dagskrá 35. fundar skipulagsnefndar þann 30. janúar 2013.
Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga ehf. mætir á fundinn.
    Valgeir Bergmann fór vel yfir stöðu mála en nauðsynlegt er að stækka efnislosunarsvæði vegna gangaframkvæmda. Skipulagsnefnd er hlynnt því að framkvæmdin verði sett í grenndarkynningu svo fremi sem farið er eftir þeim skilyrðum um frágang á framkvæmdatíma og eftir að þeim lýkur sem tilteknar eru í meðfylgjandi skýrslu sbr. kafla 6 m.a.. Með hliðsjón af honum telur nefndin rétt að sýnd verði útfærsla á mönum í jöðrum svæðisins meðfram heimreið að Halllandsnesi í þeim gögnum sem lögð verða fyrir hagsmunaaðila í grenndarkynningu. Skipulagsnefnd óskar eftir að grenndarkynningargögn verði útbúin fyrir næsta fund skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að hugmyndir sem ræddar voru með Valgeiri um nýtt útsýnissvæði við hringtorgið og minnka þar með álag við nýverandi áningarstað við þjóðveginn séu skoðaðar betur.
        
2.     1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
    Lögð fram drög að samningi við Veigastaði ehf. um innleiðingu deiliskipulags Kotabyggðar ásamt áliti Arnbjargar Sigurðardóttur, lögfræðings á ákvæðum um skylduaðild að félagi lóðarhafa.
    Skipulagsnefnd samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.
        
3.     1401021 - Hönnunarviðmið fyrir götur í íbúðarbyggðum í Svalbarðsstrandarhreppi.
    Áður á dagskrá 35. fundar skipulagsnefndar þann 30. janúar 2014.
Lögð fram uppfærð drög að hönnunarviðmiðum fyrir götur í íbúðar- og sumarhúsabyggðum í Svalbarðsstrandarhreppi.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hönnunarviðmiðin eins og þau liggja fyrir í drögunum.

4.     1402003 - Ósk um umsögn vegna umsóknar um leyfi til hundahalds í atvinnuskyni
    Í tölvupósti frá 12. september 2013, óskar Alfreð Sciöth, fyrir hönd Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Andreas Baumgartner, um leyfi til hundahalds í atvinnuskyni í Hörgi á Svalbarðseyri.
    Í skipulagsgögnum sveitarfélagsins, bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi kemur ekkert fram um að banna hundahald í atvinnuskyni. Skipulagsnefnd setur sig ekki á móti því að starfsleyfið sé veitt svo fremi reglum um dýrahald sé fylgt og nágrönnum sé sýnd fyllsta tillitssemi.       

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is