Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 38. fundur 07.04.2014

Skipulagsnefnd

Fundargerð
38. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 7. apríl 2014 kl. 16:30.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður, Bergþóra Aradóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.  1404007 - Breyting á aðalskipulagi vegna Sunnuhlíðar
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun í landi Sunnuhlíðar í Svalbarðsstrandarhreppi, ásamt drögum að bréfi til skipulagsstofnunar þar sem óskað er eftir að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að hún samþykki breytingu á landnotkun í landi Sunnuhlíðar skv. framlögðum drögum. Skipulagsnefnd telur að breytingin feli í sér óverulega breytingu á landnotkun og leggur til að leitað verði eftir því við Skipulagsstofnun að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á Aðalskipulagi sbr. 2. nr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.  1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sunnuhlíðar þar sem gert er ráð fyrir að lóð nr. 152940 verði skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð og á henni heimilt að reisa allt að 15 smáhýsum til skammtímaútleigu. Breytingin er í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 sbr. lið 1 í fundargerðinni.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitastjórn að breytingin á deiliskipulagi Sunnuhlíðar, þannig að lóð nr 152940 verði skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð, þegar breyting á aðalskipulagi sem fjallað er um í 1. lið fundargerðarinnar hefur öðlast gildi.

3.  1404006 - Ósk um túlkun á skipulagsskilmálum deiliskipulags Kotabyggðar
Í tölvupósti frá 28. mars 2014 óskar Jósavin Gunnarsson, byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis, eftir því að skipulagsnefnd og sveitarstjórn taki afstöðu til þess hvort heimilt sé samkvæmt skipulagsskilmálum deiliskipulags Kotabyggðar að veita byggingarleyfi fyrir 45 fm frístundahúsi á lóð nr. 14 í Kotabyggð á grundvelli meðfylgjandi gagna. Samkvæmt umsóknargögnum yrði húsið byggt í tveimur áföngum.
Skipulagsnefnd telur að húsið, eins og það er sýnt á framlögðum teikningum, uppfylli ákvæði deilikskipulags um að ný frístundahús skuli hönnuð þannig að þau uppfylli eða geti með breytingum auðveldlega uppfyllt ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðarhús.
Samkvæmt skipulagsskilmálum svæðisins er heimilt að reisa 45 fm sumarhús að lágmarki sbr. ákvæði greinar 4.6. í deiliskipulagi. Afstaða skipulagsnefndar er sú að ekkert sé ekkert því til fyrirstöðu að byggingarleyfi verði veitt fyrir húsinu að því tilskyldu að það ségefið út fyrir byggingu í einum áfanga. Aðeins þannig samræmist það skipulagsskilmálum svæðisins.

4.  1403014 - Efnislosun og afmörkun frístundasvæðis
Í bréfi frá 27. mars 2014 óskar Máni Guðmundsson, fyrir hönd Félagsbúsins Halllandi eftir framkvæmdaleyfi vegna tímabundinnar efnislosunar í landi Halllandsness og Meyjarhóls, skv. meðfylgjandi teikningu. Jafnframt óskar Máni eftir því að skilgreiningu á landnotkun 12,1 ha spildu úr landi Meyjarhóls verði breytt úr Landbúnaðarlandi 3 og 4 í frístundasvæði í aðalskipulagi.
Eigendur ferðaþjónustunnar í Halllandsnesi óskuðu eftir fundi með sveitarstjóra varðandi tímabundna efnislosun í landi Halllandsness og var sá fundur haldinn 1. apríl. Á fundinum komu fram áhyggjur þeirra af þeirri efnislosun sem nú þegar hefur átt sér stað í landi Halllandsness og hvernig það muni þróast. Í erindi dagsettu 7. apríl óska þau eftir svörum við ýmsum spurningum varðandi framkvæmdina.
Skipulagsnefnd óskar því eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina frá félagsbúinu, sbr. bréf eigenda ferðaþjónustunnar ásamt því að fá að vita hvað hægt sé að losa mikið efni á svæðið án þess að sá hóll sem kominn er nú þegar hækki mikið. Kemur fram í gögnum frá Félagsbúinu Halllandi að ætlunin sé að losa allt að 4000 rúmmetra á þennan stað. Skipulagsnefnd telur sér ekki fært að taka afstöðu í málinu fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir. Skipulagsnefnd telur ekki að efnislosun í landi Meyjarhóls samkvæmt teikningunni sé framkvæmdaleyfisskyld. Landeigendum er því heimilt að haugsetja efni á þeim stað. Þá mælir skipulagsnefnd jafnframt með því við sveitastjórn hún samþykki umbeðna breytingu á skilgreiningu á landnotkun á 12,1 ha spildu úr landi Meyjarhóls úr landbúnaðarlandi 3 og 4 í frístundasvæði í aðalskipulagi.

5.  1403009 - Umsókn um heimild til byggingar sumarhúss
Í bréfi frá 26. mars 2014 óskar Rögnavaldur A. Sigurðsson eftir heimild til að reisa nýtt 46,4 fm sumarhús á lóð nr. 152930 í stað þess sem fyrir er á lóðinni en er talið ónýtt. Nýja húsið er 4,3 fm stærra en það gamla.
Skipulagsnefnd mælir með því við sveitastjórn að hún verði við erindinu og óski eftir því við Skipulagsstofnun að farið verði með umsóknina skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga nr. 123/2010.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is