Fundargerđir

Sveitarstjórn 45. fundur 28.04.20

Fundargerđir

Fundargerđ

45. fundur sveitarstjórnar Svalbarđsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í Valsárskóla, 28. apríl 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guđfinna Steingrímsdóttir, Valtýr Ţór Hreiđarsson, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Fannar Freyr Magnússon og Vigfús Björnsson.

Fundargerđ ritađi: Fannar Freyr Magnússon, Skrifstofustjóri.

 

Dagskrá:

1.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Umsókn lóđareiganda ađ lóđ nr. 11 viđ Sólheima um deiliskipulagsbreytingu var vísađ í grenndarkynningu á 39. fundi sveitarstjórnar Svalbarđsstrandarhrepps, 18.02.2020. Andmćli lögđ fram

 

Andmćli bárust frá eftirtöldum ađilum:

Mekkatron ehf

Vilhjálmur Ragnarsson

Stefán Ţengilsson

1. erindi Sendandi Ragnar Vilhjálmsson, Vilhjálmur Ragnarsson, Stefanía Arna Marínósdóttir f.h. Mekkatron ehf.

Sendandi vísar til ţess ađ ţegar lóđin var keypt var strangt til tekiđ ađ ţetta ćtti ađ vera róleg einbýlishúsabyggđ og ekkert mćtti byggja ţar nema einbýli. Ţađ liggi í hlutarins eđli ađ sumarhús í nágrenni sem ţessu muni vera truflun á friđi íbúa sem ţar búa. Ţađ hafi veriđ gert í blokkaríbúđum ađ setja inn orlofsíbúđir og ekki reynst vel ţar sem ţađ fer ekki saman ađ fólk sem er í fríi ađ skemmta sér međ tilheyrandi hávađa sé innan um fólk sem er í vinnu eđa ađ njóta friđar ţess sem fćst ađ búa nánast í sveit.

2a. erindi Sendandi Vilhjálmur Ragnarsson
Sendandi vísar til ţess ađ ţegar lóđin var keypt hafi honum veriđ sagt ađ vera róleg einbýlishúsabyggđ fyrir utan ţéttbýli. Sendandi telur ađ svona atvinnustarfsemi eigi ekki heima ţarna og óttast sendandi mikiđ ónćđi af henni. Fólk ađ koma og fara á öllum tímum sólahrings međ tilheyrandi látum.
Sendandi telur áformin skađa sína hagsmuni.

3a. erindi. Sendandi Stefán Ţengilsson

Sendandi segist mótfallinn ţví ađ ferđaţjónusta sé starfrćkt í hverfinu. Sendandi segist eiga í viđrćđum viđ ađila um kaup á lóđ nr. 6 sem hyggist bjóđa í lóđina ef umrćddu erindi er synjađ en ekki ef erindiđ er samţykkt.

Svar viđ andmćlum 1, 2a og 3a.

Í ađalskipulagi Svalbarđsstrandarhrepps 2008-2020 kemur fram sú stefna ađ á íbúđarsvćđum megi gera ráđ fyrir starfsemi sem ćtla megi ađ hvorki valdi óţćgindum vegna lyktar, hávađa eđa óţrifnađar né dragi ađ sér óeđlilega mikla umferđ(greinargerđ kafli 4.4). Ćtla má ađ gistiţjónusta af ţví tagi sem hér um rćđir sé í eđli sínu samskonar nýting lóđar og ţegar viđgengst í götunni, ţ.e. notendur húsnćđisins nýta ţađ sem nćturstađ og dvelja ađ einhverju leyti í ţví ađ degi til. Ţví hljótast ekki af starfseminni önnur umhverfisáhrif en af ţeirri íbúđarbyggđ sem fyrir er í götunni. Sveitarstjórn áréttar ađ gestir húsnćđisins sem um rćđir skuli viđ notkun sína ađ sjálfsögđu hlíta reglugerđ um hávađa 724/2008 eins og íbúar götunnar. Sveitarstjórn bendir á ađ viđ Sólheima sé eins og sakir standa gert ráđ fyrir alls 17 íbúđarhúsum og telur ađ aukning á umferđ sem hlýst af gistieiningunum tveimur sem

hér um rćđir sé hlutfallslega svo takmörkuđ ađ hún geti međ hliđsjón af fyrrgreindum skilmálum ađalskipulags ekki talist óeđlilega mikil. Sveitarstjórn bendir á ađ í sveitarfélaginu séu fjölmörg dćmi ţess ađ gistiţjónusta hafi veriđ heimiluđ á íbúđarsvćđum og telur ekki forsendur til annars en ađ ţađ sama skuli gilda um Sólheima.
Ennfremur bćtir sveitarstjórn viđ ađ umferđ ađ lóđinni liggur ekki framhjá öđrum lóđum innar í götunni.
Samţykkt međ öllum atkvćđum.

2b. erindi. Sendandi Vilhjálmur Ragnarsson

Sendandi spyr hvađ verđi ţegar byggja á einbýlishúsiđ neđar í brekkunni og hvort ţađ fari líka í útleigustarfsemi.

Sveitarstjórn er ekki kunnugt um áform lóđhafa varđandi nýtingu einbýlishússins. Sveitarstjórn telur athugasemd sendanda ekki gefa tilefni til breytinga á umrćddum áformum. Samţykkt međ öllum atkvćđum.

3b. erindi. Sendandi Stefán Ţengilsson

Sendandi telur ađ viđbúiđ sé ađ ferđaţjónusta verđi rekin um allt í hverfinu ef einn ađili innan hverfis byrjar á annađ borđ.

Sveitarstjórn bendir á ađ húseigendur í hverfinu megi óháđ afgreiđslu umrćdds erindis nýta húsnćđi sitt í samrćmi viđ skipulag, lög og reglugerđir. Gildandi ađalskipulag sveitarfélagsins og reglugerđ um gististađi veita ţannig nokkuđ svigrúm til starfrćkslu gistiţjónustu í íbúđarhúsi og sér sveitarstjórn ekki forsendur til annars en ađ íbúar Sólheima eigi ađ geta nýtt sér ţađ svigrúm í sama mćli og ađrir íbúar sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur athugasemd sendanda ekki gefa tilefni til breytinga á umrćddum áformum. Samţykkt međ öllum atkvćđum.

     

2.

Ađalfundur SBE 2020 - 2004009

 

Fundargerđ ađalfundar lögđ fram til kynningar. Verklagsreglur byggingarfulltrúa viđ afgreiđslu umsókna um byggingarleyfi og stöđuleyfi voru samţykktar međ fyrirvara um samţykki sveitarstjórna.

 

Sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps samţykkir eftirfarandi verklagsreglur byggingarfulltrúa viđ afgreiđslu umsókna um byggingarleyfi og stöđuleyfi
1. gr.
Byggingarfulltrúi afgreiđir umsóknir um byggingarleyfi á sérstökum afgreiđslufundum, tvisvar sinnum í mánuđi, fyrsta og ţriđja föstudag í hverjum mánuđi. Beri fyrsta eđa ţriđja föstudag uppá almennan frídag skal afgreiđslufundur haldinn annan virkan dag í mánuđinum, ţegar best hentar hvađ varđar málastöđu og tímalengd frá nćsta fundi. Afgreiđslufundir geta falliđ niđur tvívegis yfir áriđ vegna leyfa byggingarfulltrúa.
2. gr.
Byggingarfulltrúi skal senda sveitarstjórnum hvers ađildarsveitarfélags lista yfir ţćr umsóknir, sem fyrirhugađ er ađ afgreiđa, tveimur dögum áđur en afgreiđslufundur er haldinn.
3. gr.
Sveitarstjórn hvers ađildarsveitarfélags er heimilt ađ senda áheyrnarfulltrúa til ađ vera viđstaddan afgreiđslufundi. Sveitarstjórn skal tilnefna einn áheyrnarfulltrúa og annan til vara og tilkynna um hverjir ţađ eru á ađalfundi hvers árs.
4. gr.
Byggingarfulltrúa ber ađ hafa samráđ viđ hlutađeigandi sveitarstjórn viđ međferđ umsóknar um byggingarleyfi ef vafi leikur á ađ umsóknin samrćmist skipulagi.
5. gr.
Ţegar byggingarfulltrúi hefur samţykkt ađ gefa út byggingarleyfi útbýr hann skriflegt bréf ţví til stađfestingar og sendir umsćkjanda.
6. gr.
Byggingarfulltrúi annast veitingu stöđuleyfa og leyfi skal ađeins veitt ađ fenginni jákvćđri umsögn hlutađeigandi sveitarstjórnar.
7. gr.
Byggingarfulltrúi hagar annars störfum sínum í samrćmi viđ gildandi lög og reglur.

     

3.

Valsárhverfi 2. áfangi - 2004002

 

Valsárhverfi lóđaverđ í Bakkatúni og aulýsing nýrra lóđa og lausra lóđa viđ Tjarnartún og Bakkatún.

 

Málinu frestađ fram til nćsta fundar.

     

4.

Samţykktir sveitarstjórnar Svalbarđsstrandarhrepps - 2004007

 

Drög ađ samţykktum fyrir sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps lögđ fram.

 

Fariđ var yfir drög ađ samţykktum fyrir sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps.
Málinu frestađ til nćsta fundar.

     

8.

Barnvćnt samfélag - 2004012

 

Tekiđ fyrir međ afbrigđum. Svalbarđsstrandarhreppur er eitt ţeirra sjö sveitarfélaga sem býđst ţátttaka í verkefninu Barnvćnt sveitarfélag 2020

 

Lagt fram til kynningar.

     

9.

Fiskeldi viđ Eyjafjörđ - 2004011

 

Tekiđ fyrir međ afbrigđum. Bréf frá Halldóri Áskelssyni Laxeldi í Eyjafirđi dagsettu 28.04.2020 lagt fram.

 

Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur um uppbyggingu laxeldis í Eyjafirđi sem fram koma í bréfi sendanda. Sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps leggur ríka áherslu á ađ náttúru fjarđarins sé ekki ógnađ. Sveitarstjóra og oddvita er faliđ ađ kanna afstöđu annarra sveitarfélaga til sjókvíaeldis í Eyjafirđi.

     

5.

Markađsstofa Norđurlands - 2002003

 

Fundargerđir stjórnarfunda Markađsstofu Norđurlands, 06.04.2020 og 21.04.2020 lagđar fram til kynningar

 

Lagt fram til kynningar.

     

6.

Fundargerđ stjórnar Atvinnuţróunarfélags Eyjafjarđar nr. 243 og 244 - 2004006

 

Fundargerđir Atvinnuţróunarfélags Eyjafjarđar nr. 243 og nr. 244 lagđar fram til kynningar

 

Fundargerđir lagđar fram til kynningar.

     

7.

Ađalfundur Norđurorku 2020 - 2004008

 

Fundargerđ ađalfundar Norđurorku lögđ fram til kynningar

 

Lagt framt til kynningar

     

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitiđ kl. 16:30.

   

 

Gestur J. Jensson

 

 Anna Karen Úlfarsdóttir

 Guđfinna Steingrímsdóttir

 

 Valtýr Ţór Hreiđarsson

 Ólafur Rúnar Ólafsson

 

 Björg Erlingsdóttir

 Fannar Freyr Magnússon

 

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is