Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 59. fundur 20. desember 2013

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
59. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, föstudaginn 20. desember 2013 kl. 12:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1312018 - Aðalfundur Flokkunar Eyjafjörður ehf. 2013
Í tölvupósti frá 16. desember 2013 boðar Eiríkur H. Hauksson, stjórnarformaður Flokkunar Eyjafjörður ehf. til aðalfundar félagsins þann 30. desember kl. 14:00.Á fundinum verður tekin afstaða til óskar stjórnar Flokkunar um hlutafjáraukingu.
Sveitarstjórn veitir Eiríki H. Haukssyni umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum. Einnig samþykkir Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hlutafjáraukninguna fyrir sitt leyti.
 
2.  1312014 - Aðalfundur Moltu ehf
Í bréfi frá 13. desember 2013 boðar Sigmundur Ófeigsson, fyrir hönd stjórnar Moltu ehf., til aðalfundar félagsins þann 30. desember 2013 kl. 12:00.
Sveitarstjórn veitir Eiríki H. Haukssyni umboð til að fara með atkvæði sitt á fundinum.
 
3.  1312019 - Aukning hlutafjár Greiðrar leiðar 2013
Í bréfi frá 13. desember upplýsir Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd Greiðrar leiðar ehf. um að Útgerðarfélag Akureyringa ehf., sem er að fullu í eigu Samherja hf. hafi lýst vilja til að leggja nýtt hlutafé í Greiða leið ehf. Samkvæmt samþykktum félagsins eiga núverandi hluthafar forkaupsrétt að nýjum hlutum í félaginu í hlutfalli við núverandi eignarhlut.
Sveitarstjórn hyggst ekki nýta forkaupsrétt sinn að nýjum hlutabréfum í félaginu og fagnar aðkomu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. að félaginu.
 
4.  1312011 - Leiga á Laugartúni 6b
3 umsóknir bárust um leigu á Laugartúni 6b sem auglýst var á vefsvæði Svalbarðsstrandarhrepps þann 10. desember 2013 og í Akureyri Vikublaði þann 12. desember 2013.
Jón Hrói Finnsson vék af fundi undir afgreiðslu erindisins. Sveitarstjórn samþykkir að veita Önnu Louise Júlíusdóttur íbúðina á leigu frá áramótum.
 
5.  1312020 - Fyrirspurn um málsmeðferð og tilboð um efni
Í tölvupósti frá 10. desember óskar Valgeir Bergmann, fyrir hönd Vaðlaheiðarganga hf. eftir upplýsingum um málsmeðferð við útgáfu leyfis fyrir tímabundinni haugsetningu efnis í landi Halllandsness, utan núverandi framkvæmdasvæðis. Í samskiptum í kjölfar fyrirspurnarinnar kemur fram að sveitarfélaginu býðst að fá efni úr göngunum gegn greiðslu flutningskostnaðar.
Sveitarstjóri hefur fundað með fulltrúa Vaðlaheiðarganga og farið yfir stöðuna og hvaða ferli þarf fyrir tímabundna haugsetningu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna efnisverð til samanburðar.
 
6.  1310010 - Ósk EFS um upplýsingar um fjármálastjórnun
Í bréfi frá 23. október 2013 óskar Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir upplýsingum um tilhögun fjármálástjórnunar og eftirlits með fjármálum sveitarfélagsins.
Áður á dagskrá 57. fundar sveitarstjórnar. Farið var yfir fyrirliggjandi drög að svari til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og þau samþykkt. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is