Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 64. fundur 13.05.2014

Sveitarstjórn 2010-2014
Fundargerð
64. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 13. maí 2014 kl. 13:30.
Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:
1.     1405013 - Endurbætur á hafnaraðstöðu á Svalbarðseyri
    Umræður um endurbætur á hafnaraðstöðu á Svalbarðseyri. Hörður Blöndal og Pétur Ólafsson, fulltrúar Hafnasamlags Norðurlands mættu til fundarins.
    Fært framar í dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Hörður Blöndal fór yfir stöðu mála varðandi höfnina á Svalbarðseyri. Upplýst var um að engar framkvæmdir verða á þessu ári en sveitarstjórn mun senda erindi til Hafnarsamlags Norðurlands og óska eftir að gert verði ráð fyrir framkvæmdinni á fjárhagsáætlun næsta árs. Sveitarstjórn mun upplýsa hagsmunaaðila um fyrirhugaðar framkvæmdir sem snúa að breytingum á grjótgarði og legufærum í höfninni. Forsenda þess að hægt sé að ráðast í framkvæmdirnar er að lækurinn sé færður út úr höfninni, sveitarstjórn samþykkir að lækurinn verði færður nú í sumar enda rúmist það innan framkvæmdaliðar fjárhagsáætlunar.
        
2.     1403012 - Ársreikningur og endurskoðun 2014
    Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2013 lagður fram til síðari umræðu.
    Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 21,3 mkr. Rekstrartekjur sveitarsjóðs fyrir fjármagnsliði voru um 257,7 mkr. en rekstrargjöld um 248,5 mkr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er því jákvæð um um 9,1 mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok var 569,5 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Þar af er handbært fé um 244 mkr. Langtímaskuldir sveitarfélagsins í árslok 2013 voru um 12,6 mkr.
Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins er 95,2%, skuldahlutfall 11,2% og veltufjárhlutfall er 9,2.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning.
        
3.     1405008 - Bréf innanríkisráðuneytis um staðfestingu ársreikninga sveitarfélaga
    Í bréfi til sveitarstjóra frá 28. apríl, minna Hermann Sæmundsson og Guðni Geir Einarsson, fyrir hönd innanríkisráðherra, á að samkvæmt 3. mgr. 61. gr. Sveitarstjórnarlaga eiga sveitarstjórnir að hafa afgreitt ársreikning eigi síðar en 15. maí. Jafnframt minna þeir á samkomulag um skil á rafrænum gögnum úr ársreikningi til Hagstofunnar og mikilvægi þess að skila skýrslu endurskoðenda með ársreikningi.
    Lagt fram til kynningar.
        
4.     1404005 - Siðareglur sveitarstjórnar
    Drög að siðareglum sveitarstjórnar lögð fram til annarrar umræðu. Fyrir liggja umsagnir stjórnenda sveitarfélagsins um drögin. Ekki hefur borist umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Breytingar voru gerðar í samræmi við umræður á fundinum og athugasemdir sem bárust. Siðareglurnar samþykktar með áorðnum breytingum.
        
5.     1212017 - Gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjöld í Svalbarðsstrandarhreppi
    Áður á dagskrá 63. fundar sveitarstjórnar þann 8. apríl 2014.
Gjaldskrá fyrir fráveitu- og rotþróargjöld í Svalbarðsstrandarhreppi lögð fram til síðari annarar umræðu.
    Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána og sveitarstjóra falið að senda hana til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.
        
6.     1401004 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2014
    Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir og fjárfestingar.
    Verið er að ganga frá stöplum undir brúna á göngustígnum. Stefnt er að því að frágangi við göngustíg milli Laugatúns og Smáratúns verði lokið fyrir mánaðarlok. Viðhaldsverkefni við skóla og leikskóla verða unnin í sumar þ.á.m. að mála. Gólfefni á matsal og anddyri Valsárskóla verður endurnýjað í júní. Sveitarstjóra er falið að ræða við verktaka um jarðvegsframkvæmdir og malbikun.
        
7.     1404016 - Ósk um hækkun rekstrarstyrks 2014
    Í bréfi frá 6. mars 2014 óskar Níels Hafstein, fyrir hönd Safnasafnsins ses. eftir hækkun á rekstrarstyrk sveitarfélagsins til safnsins og yfirtöku þess á láni vegna húsnæðis. Safnið þarf að sýna fram á að það eigi sér tryggan og rekstrargrundvöll til að geta notið rekstrarstyrks frá ríkinu.
    Sveitarstjórn samþykkir að veita Safnasafninu viðbótarstyrk i formi eingreiðslu að upphæð kr.500.000,-. Árlegur rekstrarstyrkur verður óbreyttur eða 700.000,-.
        
8.     1404013 - Áætlun til þriggja ára um refaveiðar - drög til umsagnar
    Í bréfi frá 14. apríl óska Gunnlaug H. Einarsdóttir og Steinar Rafn Beck Baldursson, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, eftir umsögnum um drög að þriggja ára áætlun stofnunarinnar um refaveiðar.
    Lagt fram til kynningar
        
9.     1405012 - Aðalfundur Hafnasamlags Norðurlands 2014
    Í tölvupósti frá 14. apríl 2014 boðar Pétur Ólafsson, fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, til aðalfundar samlagsins þann 14. maí 2014.
    Sveitarstjóra falið að sitja fundinn.
        
10.     1405006 - Aðalfundur Tækifæris 2014
    Í bréfi frá 29. apríl 2014 boðar Jón Steindór Árnason, fyrir hönd Tækifæris hf, til aðalfundar félagsins þann 14. maí 2014.
    Lagt fram til kynningar.
        
11.     1404009 - Framlög úr Jöfnunarsjóði 2014
    Í bréfi frá 2. apríl 2014 tilkynna Elín Pálsdóttir og Elín Gunnarsdóttir, fyrir hönd innanríkisráðherra, um endurskoðun áætlunar um framlög til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2014.
    Lagt fram til kynningar.
        
12.     1405011 - Tillaga um bann vil lausagöngu hunda á varptíma
    Í tölvupósti frá 8. maí 2014 leggur Haraldur Bergur Ævarsson til að sveitarstjórn banni lausagöngu hunda frá Svalbarðseyrarvita að læknum sem rennur í sjó fram milli Dálkstaðabæja á varptíma fugla og að sett verði upp skilti því til áréttingar.
    Sveitarstjórn samþykkir að banna lausagöngu hunda á fjörusvæðum á varptíma. Sveitarstjóra falið að hafa samráð við fuglafræðing um tímasetninguna.
        
13.     1302021 - Endurnýjun fjallsgirðingar
    Lögð fram til kynningar drög að samningi við Vegagerðina um endurnýjun og viðhald fjallsgirðingar og friðun lands neðan hennar.
    Sveitarstjóra falið að senda erindið til Vegagerðarinnar.
        
14.     1405001F - Skólanefnd - 29
    Fundargerð 29. fundar skólanefndar þann 6. maí 2014 var tekin fyrir á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014. Sjá afgreiðslu einstakra liða fundargerðarinnar.       
    14.1.    1405002 - Skipulag skólastarfs í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar 2014-2015
        Afgreiðsla skólanefndar á 29. fundi hennar þann 6. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    14.2.    1405001 - Skipulag skólastarfs í Valsárskóla 2014-2015
        Afgreiðsla skólanefndar á 29. fundi hennar þann 6. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    14.3.    1405004 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2014-2015
        Afgreiðsla skólanefndar á 29. fundi hennar þann 6. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    14.4.    1405003 - Skipulag skólastarfs í leikskólanum Álfaborg 2014-2015
        Afgreiðsla skólanefndar á 29. fundi hennar þann 6. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
 
15.     1405002F - Skipulagsnefnd - 39
    Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar þann 8. maí 2014 var tekin fyrir á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014, sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerðinni.       
    15.1.    1405009 - Skráning skipulagsfulltrúa 2014
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.2.    1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.3.    1312001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.4.    1403004 - Deiliskipulag Þórisstaða
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.5.    1403014 - Efnislosun og afmörkun frístundasvæðis
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.6.    1404010 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps vegna Meyjarhóls
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014. Sveitarstjórn lýsir sig meðmælta því að umrædd spilda verði tekin úr landbúnaðarnotum.
    15.7.    1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.8.    1401023 - Umsókn um leyfi fyrir tímabundinni efnislosun
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.9.    1404007 - Breyting á aðalskipulagi vegna Sunnuhlíðar
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
    15.10.    1405010 - Stækkun á lóð við íbúðarhúsið í Þórsmörk
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014. Sveitarstjórn lýsir sig meðmælta því að lóðin sé stofnuð og sameinuð þeirri sem fyrir er. Einnig lýsir sveitarstjórn sig meðmælta því að spildan sé tekin úr landbúnaðarnotum ef með þarf.
    15.11.    1105027 - Hjólreiðastígur meðfram þjóðvegi 1
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 8. maí 2014 var staðfest á 64. fundi sveitarstjórnar þann 13. maí 2014.
 
16.     1401008 - Ósk um styrk til nýsköpunar
    Í tölvupósti frá 13. maí 2014 tilkynnir Ævar Baldvinsson um niðurstöðu þreifinga fyrirtækisins Dimension of Sound ehf. við Sveitarfélagið Skagaströnd um hlutafjárkaup og flutning fyrirtækisins til Skagastrandar. Í tölvupóstinum óskar Ævar eftir því að Svalbarðsstrandarhreppur fjárfesti í fyrirtækinu þrátt fyrir flutninginn, sbr. bókun sveitarstjórnar á 62. fundi hennar þann 11. mars 2014.
    Sveitarstjórn lítur svo á að forsendur fyrir hlutabréfakaupum hafi breyst og afturkallar fyrri ákvörðun.
        
17.     1405017 - Ósk um skipti lóðar út úr Meðalheimi og töku úr landbúnaðarnotum.
    Í bréfi frá 12. maí 2014 óska Guðmundur Stefán Bjarnason og Anna S. Jónsdóttir eftir meðmælum sveitarstjórnar með því að 5.786 fermetra spildu verði skipt út úr jörðinni Meðalheimi (nr. 152910) sbr. meðfylgjandi afstöðumynd og hún tekin úr landbúnaðarnotum.
    Guðmundur Stefán Bjarnason vék af fundi undir umræðum um þennan lið.
Sveitarstjórn lýsir sig meðmælta umræddum skiptum og að spildan verði tekin úr landbúnaðarnotum.
        
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is