Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 65. fundur, 28.05.2014

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerđ

65. fundur sveitarstjórnar Svalbarđsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráđhúsinu Svalbarđseyri, miđvikudaginn 28. maí 2014 kl. 19:00.

Fundinn sátu: Guđmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson ađalmađur, Stefán H. Björgvinsson ađalmađur og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerđ ritađi:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1209016 - Breytingar á húsnćđi Svalbarđsstrandarhrepps
Fariđ yfir stöđu mála varđandi innkaup á húsgögnum og val á gólfefnum. Árni Árnason mćtti á fundinn međ prufur.
Árni Árnason fór yfir möguleika efnanna sem um er ađ velja. Ákveđiđ ađ skođa tvo kosti annars vegar gegnheilt parket og hins vegar harđparket. Árna var einnig faliđ ađ fá tilbođ í hillur og fundarborđ.
 
2.  1405026 - Umsóknir um sumarstörf 2014
Fariđ yfir stöđu mála varđandi umsóknir um sumarstörf og ráđningar í ţau.
Fariđ yfir umsóknir sem borist hafa, sveitarstjóri gengur frá ráđningum.
 
3.  1105027 - Hjólreiđastígur međfram ţjóđvegi 1
Lögđ fram skýrsla Landslags ehf. um valkosti varđandi legu hjólreiđa- og göngustígs.
Fariđ yfir fyrirliggjandi tillögur. Samţykkt ađ halda áfram hönnun stígsins en kostnađarmeta fyrsta kaflann frá sveitarfélagamörkum í suđri ađ göngum í gegnum eđa međfram Vađlareit.
 
4.  1405024 - Upprekstur á afrétt og viđhald fjallsgirđingar 2014
Lögđ fram drög ađ bréfi um upprekstur í ógirt heimalönd og viđhald fjallsgirđingar.
Borist hefur bréf frá Birgi Stefánssyni f.h. félagsmanna í Heiđarbyggđ, félagi sumarhúsaeigenda í landi Geldingsár, ţar sem sveitarstjórn er hvött til ađ leyfa ekki upprekstur búfjár í heiđarlönd fyrr en girđingar eru komnar í lag. Sveitarstjóri svarar erindinu. 
Fariđ var yfir drög ađ bréfi og dagsetningar upprekstrar ákveđnar. Sveitarstjóri sendir bréf til búfjáreigenda og landeigenda.
 
5.  1405027 - Ađalfundur Greiđrar leiđar ehf. 2014
Í tölvupósti frá 27. maí 2014 bođar Pétur Ţór Jónasson, fyrir hönd Greiđrar leiđar ehf., til ađalfundar félagsins ţann 10. júní 2014.
Ţar sem fundartíminn er á sama tíma og síđasti fundur núverandi sveitarstjórnar verđur enginn fulltrúi frá Svalbarđsstrandarhreppi á ađalfundinum.
 
6.  1405028 - Opnunartími sundlaugar 2014
Rćtt um opnunartíma sundlaugar sumariđ 2014.
Ákveđiđ ađ hafa opiđ frá ţriđjudegi til föstudags frá kl 15.00 til 19.00 og frá kl.11.00 til 15.00 á laugardögum. Lokađ verđur á sunnudögum og mánudögum.
  
Fleira ekki gert. Fundi slitiđ kl. 21:00.

 

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is