Um Svalbarđsstönd

Sveitarfélagiđ Svalbarđsstrandarhreppur er á Svalbarđsströnd, undir hlíđum Vađlaheiđar viđ austanverđan Eyjafjörđ. Sveitin er um 14 km frá norđri til suđurs. Undirlendi er lítiđ syđst og ţar setja hjallar sterkan svip á landslagiđ. Er undirlendi talsvert ţegar utar dregur. Landnámsjörđ sveitarinnar er Sigluvík ţar sem Norđmađurinn Skagi Skoptason nam land ađ ráđi Helga magra. Ströndin hefur ćtíđ tilheyrt S-Ţingeyjarsýslu. Mörg undanfarin ár hefur íbúum fjölgađ og ţann 1. janúar 2018 voru ţeir 468 (bráđab.tala). Um helmingur íbúa eđa 198 býr í ţéttbýlinu á miđri ströndinni, Svalbarđseyri. Ţar hafa oft á tíđum veriđ töluverđ umsvif og ýmsir ađilar veriđ ţar međ rekstur eins og verslun og síldarsöltun ađ ógleymdum umsvifum Kaupfélags Svalbarđseyrar, KSŢ. Í dag er Kjarnafćđi međ mikla starfsemi ţar. Í ţéttbýlinu er grunn- og leikskóli, íţróttaađstađa, sundlaug og skrifstofa hreppsins. Á síđustu árum hefur veriđ ásókn í búsetu syđst í sveitarfélaginu. Bćđi er um ađ rćđa frístundahús og íbúđarhús til fastrar búsetu. Nábýliđ viđ Akureyri gerir ţađ ađ verkum ađ íbúar sćkja mikiđ í ţjónustu ţangađ en samstarf er mikiđ á milli sveitarfélaganna, báđum til hagsbóta.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is