Menntun

Vefsíða skólans

Leik- grunn- og tónlistarskóli á Svalbarðsstönd.

Álfaborg/Valsárskóli er á Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjarsýslu, við austanverðan Eyjafjörð. Þaðan eru um 12 kílómetrar til Akureyrar. Skólahverfið liggur frá Veigastöðum í suðri til Garðsvíkur í norðri.

Álfaborg/Valsárskóli var settur saman úr grunnskólanum Valsárskóla og leikskólanum Álfaborg sumarið 2015. Árið 2016 bættist Tónlistaskóli Svalbarðsstrandar við en sameinaðist svo Tónlistaskóla Eyjafjarðar 2021.

Skólinn er rekinn í tveimur deildum, leikskóladeild og grunnskóladeild. Auk þess er í skólanum starfrækt frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir að grunnskólanum lýkur.

Framtíðarsýn

Í skólum Svalbarðsstrandarhrepps eru nemendur, starfsfólk og foreldrar ein liðsheild og einkennist starfið af umhyggju, virðingu og gleði. Skólarnir leggja metnað í allt starf sitt og keppa að því að undirbúa nemendur sem best fyrir framtíðina.

Skólastjóri Álfaborgar er Bryndís Hafþórsdóttir bryndis@svalbardsstrond.is
Skólastjóri Valsárskóla er María Aðalsteinsdóttir maria@svalbardsstrond.is 

Sjá einnig: 


Efni yfirfarið 24.05.23