Sorphirđa

Fyrirkomulag sorphirđu

Sorphirđa í Svalbarđsstrandarhreppi er í höndum Íslenska gámafélagsins ehf., samkvćmt ţjónustusamningi frá mars 2014. Sorp er flokkađ í ţrjá meginflokka, lífrćnan úrgang, endurvinnanlegan úrgang og almennt sorp til urđunar. Almenna sorpinu og lífrćna úrganginum er safnađ annan hvern fimmtudag en endurvinnanlegum úrgangi er safnađ á fjögurra vikna fresti. Sorpi er safnađ á fimmtudögum, nema fimmtudagurinn sé almennur frídagur eđa ef veđur hamlar sorphirđu.

Svalbarđsstrandarhreppur leggur hverju heimili til tvćr 240 l tunnur og 35 l ílát fyrir lífrćnan úrgang.  Gráa tunnan er fyrir almennt sorp og tunnan međ grćna lokinu er fyrir endurvinnanlegan úrgang (endurvinnslutunnan). Ílátiđ fyrir lífrćnan úrgang fellur inn í gráu tunnuna. Lífrćna úrganginum skal safnađ í maíspoka sem svo er hent í hólfiđ.

Sorpgámar eru stađsettir á tveimur stöđum í sveitarfélaginu. Gámarnir eru ćtlađir öllum ţeim sem borga sorphirđugjald í sveitarfélaginu, ţ.e. heimilum, sveitabćjum og notendum frístundahúsa. Á gámasvćđi í Kotabyggđ (viđ Veigastađaveg) er gámur fyrir almennt sorp, endurvinnanlegan úrgang og lífrćnan úrgang. Á gámasvćđinu viđ ráđhúsiđ eru gámar fyrir almennt sorp, brotamálma, timbur, dagblöđ og bylgjupappa. Ţeir sem setja rusl í gámana eru beđnir ađ flokka rétt svo ávinningurinn af flokkuninni tapist ekki.

Fyrirtćki í Svalbarđsstrandarhreppi sjá sjálf um ađ skila sorpi til viđurkenndra mótttökuađila og greiđa fyrir sorpförgun. Ţó geta fyrirtćki samiđ viđ sveitarfélagiđ um sorpförgun gegn gjaldi sem tekur miđ af magni ţess sorps sem fellur til hjá viđkomandi fyrirtćki. Óskum um slíka samning skal beina til sveitarstjóra. Sveitarfélagiđ áskilur sér rétt til ađ rukka ţá sem stađnir eru ađ misnotkun gámasvćđanna fyrir sorplosun.

 

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is