Félagsmálanefnd

4. fundur 04. nóvember 2009 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Guðfinna Steingrímsdóttir form.
  • Ómar Þór Ingason
  • Helga Kvam
  • Sveitarstjóri

Félagsmálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps

4. fundur

Miðvikudaginn 4. nóvember kl 20:00 í Ráðhúsinu.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn:

Guðfinna Steingrímsdóttir, form., Ómar Þór Ingason og Helga Kvam, auk sveitarstjóra.

Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið.

 

1. Reglur um sérstakar húsaleigubætur í Svalbarðsstrandarhreppi - drög.

Félagsmálanefndin leggur til að meðfylgjandi drög verði samþykkt.

 

2. Heimaþjónusta - staða.

Kynnt. 8 heimili njóta heimaþjónustu í sveitarfélaginu..

 

3. Almennar húsaleigubætur - staða.

Kynnt. 13 aðilar njóta húsaleigubóta, þar af 9 í almennum íbúðum og 4 í nemendahúsnæði.

 

4. Árskýrsla 2007-2008 um þjónustu fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu.

Kynnt.

 

5. Bréf frá Huldu Magnúsdóttur, forstjóra þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga varðandi það að ráðgjafi í málefnum daufblindra hafi tekið til starfa.

Kynnt.

Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 21:00.

Fundargerð ritaði Helga Kvam