Félagsmálanefnd

17. fundur 29. október 2020 kl. 14:00 - 15:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Svava Hrund Friðriksdóttir formaður
  • Gísli Arnarson
  • Anna Dísa Jóelsdóttir
Starfsmenn
  • Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Dagskrá:

1.

COVID-19 - 2003009

 

Farið yfir stöðu mála

 

Farið yfir stöðu mála.

 

Samþykkt

 

   

2.

Félagsstarf eldri borgara - 1402008

 

COVID hefur haft mikil áhrif á félagsstarf eldri borgara. Rætt um fyrirkomulag félagsstarfs eldri borgara þegar aðstæður leyfa.

 

Eldri borgarar hafa verið með kaffi á þriðjudögum og það hefur legið niðri síðustu vikur. Eins er með mat sem eldriborgarar hafa sótt í Valsárskóla einu sinni í mánuði. Þjónusta verður tekin upp þegar færi gefst á. Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að boðið verði uppá yoga í Valsárskóla, annanhvorn laugardag yfir vetrartímann, þegar COVID léttir. Yoga verði fyrir alla aldurshópa og aðgangur ókeypis.

 

Samþykkt

 

   

3.

Yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi - 1204001

 

COVID hefur haft áhrif á þjónustuþörf innan sveitarfégsins

 

Kostnaður vegna félagsþjónustu hefur aukist og er bæði aukin þörf á aðstoð vegna COVID og annarra þátta sem tengjast COVID beint og óbeint.

 

Samþykkt

 

   

4.

Sala/Leiga á íbúðum við Laugartún - 1407285

 

Sveitarstjórn hefur ákveðið að setja á sölu íbúð í eigu Svalbarðsstrandarhrepps að Laugartúni 5-7 og sagt upp leigusamningi við leigjanda

 

   

5.

Tímabundnir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 - 2010004

 

Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráðneyti felur sveitarfélögum að vera milliliður í greiðslum íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020/2021. Sveitarstjórn var kynnt málið á 56. fundi sveitarstjórnar 19.10.2020

 

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn hefur afgreitt málið og umsóknir fara í gegnum Akureyrarbæ.

 

Samþykkt

 

   

6.

Upplýsingabæklingur um sveitarfélagið - 1610007

 

Endurnýjun upplýsingabæklings og þjónusta sveitarfélagsins þegar kemur að móttöku nýbúa og íbúa sveitarfélagsins af erlendum uppruna

 

Endurnýja þarf upplýsingabækling, laga og gefa út að nýju. Félgsmálanefnd leggur til að bæklingur verði rafrænn og á heimasíðu sveitarfélagsins verði síða þar sem nýjir íbúar geti nálgast helstu upplýsingar á ensku og pólsku.

 

Samþykkt

 

   

7.

Trúnaðarmál - 2010014

 

Fært í trúnaðarbók

 

Samþykkt

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.