Skipulagsnefnd

39. fundur 08. maí 2014

Fundargerð
39. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 21:00.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Bergþóra Aradóttir ritari, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:
1. 1405009 - Skráning skipulagsfulltrúa 2014
Í bréfi frá 14. apríl 2014 leiðbeinir Inga Dagfinnsdóttir, starfsmaður Skipulagsstofnunar, um skráningu skipulagsfulltrúa skv. 7. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bréfinu fyrlgir yfirlit yfir skráða skipulagsfulltrúa.
Sveitarstjóri hefur sent bréfritara tölvupóst og lýst stöðu mála varðandi ráðningu skipulagsfulltrúa til sveitarfélagsins. Unnið er að ráðningu skipulagsfulltrúa í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

2. 1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
Í bréfi frá 11. apríl 2014 veitir Inga Björk Dagfinnsdóttir, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, umsögn um lýsingu verkefnis varðandi gerð deiliskipulags fyrir nýja íbúðarbyggð í landi Meðalheims, norðan Valsár. Ekki eru gerðar athugasemdir við lýsinguna, en minnt á að samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 þurfi að tilkynna gerð deiliskipulagsins til Minjastofnunar Íslands og einnig að leita beri umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óska eftir umsögn við erindið.

3. 1312001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Í bréfi frá 11. apríl 2014 tilkynnir Inga Björk Dagfinnsdóttir, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, um að stofnunin geri ekki athugasemdir við að Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gefi út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu túnvegar á milli jarða Halllands og Meyjarhóls sbr. ósk sveitarstjóra í bréfi frá 12. mars um meðmæli stofnunarinnar með útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfi sínu mælist Inga til þess að haft verði samráð við minjavörð áður en framkvæmdaleyfi er gefið út. Í umsögn minjavarðar frá 7. mars kemur fram að hann telji ekki að fornminjar séu í hættu vegna framkvæmdarinnar en minnir á skyldur framkvæmdaaðila til að stöva framkvæmdir ef áður óþekktar minjar koma í ljós.
Skipulagnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt framkvæmdaleyfi verði veitt á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Skipulagsnefnd leggur einnig til að hnykkja á skildum um minjar til að láta fylgja framkvæmdleyfum framvegis.

4. 1403004 - Deiliskipulag Þórisstaða
Í bréfi frá 9. apríl veitir Inga Björk Dagfinnsdóttir, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, umsögn um verkefnislýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir Þórisstaði í Svalbarðsstrandarhreppi sem send var stofnuninni til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Í umsögninni er bent á að í deiliksipulaginu þurfi að gera grein fyrir því hvernig áform þau sem lýst er í skipulaginu samræmast stefnu þeirri sem sett er fram í greinargerð Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020. Óskað hefur verið eftir undanþágu frá ákvæðum d. liðar greinar nr. 5.3.2.5 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægðarmörk frá þjóðvegum frá umhverfisráðuneyti.
Skipulagsnefnd bendir á tenglsum við frágang tillögunnar verði farið að ákvæðum Skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi innihald og framsetningu.

5. 1403014 - Efnislosun og afmörkun frístundasvæðis
Lögð fram drög að bréfi til hagsmunaaðila í grenndarkynningu vegna umsóknar Mána Guðmundssonar, fyrir hönd Félagsbúsins Halllandi ehf, um tímabundna haugsetningu efnis í landi Halllands norðan heimreiðarinnar að Halllandsnesi og vestan heimreiðarinnar að Strönd, ásamt fylgigögnum. Einnig lögð fram svör umsækjanda við spurningum sveitarstjóra sbr. bókun á 38. fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir þessi drög að bréfi og verði sent sem fyrst til hagsmunaaðila í grenndarkynningu.

6. 1404010 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps vegna Meyjarhóls
Í bréfi frá 27. mars 2014 óskaði Máni Guðmundsson, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Meyjarhóls eftir að 12,1 ha spilda úr jörðinni verði skilgreind í aðalskipulagi sem svæði fyrir frístundabyggð. Spildan er á landi sem skilgreint er sem Landbúnaðarland L3 í gildandi aðalskipulagi. Lagður fram uppdráttur og greinargerð fyrir breytinguna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og lýsi sig meðmælta að heimila að taka spilduna úr landbúnaðarnotum því án þess getur skipulagsáætlunin ekki hlotið afgreiðslu skv 7 gr. jarðarlaga nr. 81/2004.

7. 1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
Skipulagsstofnun dregur í efa gildi þeirrar deiliskipulagsáætlunar sem auglýst var fyrir Sunnuhlíð þann 14. mars 2011 og þ.a.l. þeirrar breytingar sem gerð var á henni síðar sama ár. Sveitarstjóri fer yfir stöðu málsins og samskipti við Skipulagsstofnun.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála.

8. 1401023 - Umsókn um leyfi fyrir tímabundinni efnislosun
Áður á dagskrá á 37. fundi skipulagsnefndar þann 9. mars 2014.
Þau gögn sem óskað var eftir frá umsækjanda vegna fyrirhugaðrar grenndarkynningar hafa ekki borist. Umsækjandi skoðar nú aðra valkosti til efnislosunar, m.a. vegna ábendinga Skipulagsnefndar.
Umbeðin gögn hafa ekki borist. Ef gögn hafa ekki borist innan 10 virkra daga lítur skipulagsnefnd svo á að umsækjandi hafi fallið frá umsókninni.

9. 1404007 - Breyting á aðalskipulagi vegna Sunnuhlíðar
Á afgreiðslufundi Skipulagsstofnunar þann 7. maí var fjallað um ósk Svalbarðsstrandarhrepps um að farið verði með breytingu á aðalskipulagi varðandi Sunnuhlíð sem óverulega breytingu. Í bréfi frá 7. maí 2014 óskar Ólafur Brynjar Halldórsson, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, eftir upplýsingum um áhrif fyrirhugaðrar breytingar á aðila utan Sunuhlíðar, svo stofnunin geti tekið afstöðu til erindisins.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að svara erindinu.

10. 1405010 - Stækkun á lóð við íbúðarhúsið í Þórsmörk
Í bréfi frá 07.05.2014 óskar Haukur Halldórsson, fyrir hönd Bjarnargerðis ehf eftir heimild til þess að skipta út 7024 m2 landsspildu í land Þórsmerkur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

11. 1105027 - Hjólreiðastígur meðfram þjóðvegi 1
Landslag ehf. vinnur nú að greiningu valkosta varðandi legu hjólreiða- og göngustígs um sveitarfélagið. Lagðir fram uppdrættir sem sýna þá kosti sem helst þykja koma til álita.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:30.