Skipulagsnefnd

11. fundur 09. júlí 2007

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

11. fundur

 

Árið 2007,mánudagur 9. júlí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 11. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018. Staðfesting ráðherra.

 

Lagt fram til kynningar. Reiknað er með aðskipulagið verði auglýst í Stjórnar- tíðindum B-deild í vikulokin og taki þar með gildi.

 

  1. Breyting áaðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps - afgreiðsla.

 

Vegna deiliskipulags í landi Sólbergs hefur komið ljós að mun betra er að leysa fráveitu mál svæðisins með útrás út í sjó eftir grófhreinsun, vegna nálægðar byggðarinnar við sjó en að nota rótþró og síubeð. Þá er viðtakinn stærriog straumurinn í firðinum er út með austur ströndinni. Á þessu svæði er gert ráð fyrir takmörkuðu magni íbúða eða 12 og auk möguleika á að tengja aðliggjandi hús. Skipulagsnefnd leggur því til að eftirfarandi texta verði bætt inn á aðalskipulagsuppdráttinn varðandi fráveitumál.

 

Fráveita.

 

Í suðurhluta sveitarfélagsins byggist hreinsun frárennslis eingöngu á notkun rotþróa, þó er gert ráð fyrir að nýtt íbúðarsvæði í landi Sólbergs verði leyst með útrás til sjávar með grófhreinsun. Á íbúðarsvæðum verður leitast við að sameina fráveituna í stærri rotþrær og draga þannig úr umhverfisálagi í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að skoða fleiri valkosti s.s. hreinsistöðvar eða útrás til sjávar þar sem byggð er hvað þéttust. Í deiliskipulagi skal sýnt fram á hvernig leysa megi fráveitumál með fullnægjandi hætti. Nauðsynlegt er að tryggja leiðir fyrir fráveitulagnir og svæði fyrir hreinsibúnað. Unnið er að heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins og verður þar fjallað nánar um fráveitumál sveitarfélagsins og mögulegar framtíðarlausnir.”

 

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagið eins og það liggur fyrir ásamt ofangreindum breytingum, þegar svæðisskipulagið hefur verið staðfest og auglýst í B-deild Stjórnartíðnda.

 

3.Deiliskipulagstillaga íbúðasvæðis í landi Sólbergs.

 

Fyrir liggur athugun frá VST á möguleikum til tengingar við þjóðveg 1 norðan Sólheimavegar. Það er nokkuð ljóst að sú tenging er erfið og illmöguleg. Skipulagsnefnd leggur til að Sólheimavegur verði framlengdur og verði aðkoma að svæðinu. Sveitarstjóra falið að reyna að koma á fundi með íbúum á Sólheimasvæðinu og framkvæmdaaðilum. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkv. 25.gr. 1.mgr. Skipulags- og byggingarlaga. Varðandi fráveitumál svæðisins vísast til bókunar í 2. lið þessa fundar.

 

4. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 21. júní s.l. v/breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar í landi Veigastaða I.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar í landi Veigastaða I, sbr. bréf frá Umhverfisráðuneyti dags.8. júní s.l.

 

Umhverfisráðuneytið hafnar beiðni um undanþágu vegna lóða nr. 50 – 53 í landi Veigastaða I. Byggingar- og skipulagsskilmálum svæðisins hefur verið breytt í samræmi við niðurstöðu Ráðuneytisins, einnig hefur verið brugðist við ábendingum Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt með áorðnum breytingumþegar aðalskipulagið hefur verið staðfest og auglýst.

 

6.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vaðlabyggðar, íbúðarsvæðis í landi Veigastaða, íbúðasvæðis í landi Veigastaða – athugasemdir.

 

Athugasemd í sjö liðum hefur boristfrá Helgu Kristjánsdóttur og Helga Stefánssyni íbúum í Skálafelli. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdirnar og komist að eftirfarandi niðurstöðu.

1.liður. Skipulagsnefnd hefur þegar svarað sömu athugasemd varðandi aðalskipulagstillögu á fundi 18.júni.

2. liður. Skipulagsnefnd harmar að umrædd gróðursetning hafi valdið tjóni en getur ekki tekið undir að skaðabóta ábyrgðin liggisjá Svalbarsstrandarhreppi. Sipulagsnefnd getum tekið undir með bréfriturum að alltaf megi fylgjast betur með framkvæmdum.Varðandi rotþró er bent á að hún er ekki byggingaleyfisskyld framkvæmd og því ekkert því til fyrirstöðu að hún sé sett niður í samráði við Heilbrigðiseftirlit.

3. liður. Framkvæmd við veglagningu og bílastæðisgerð var því miður langt komin þegar athygli skipulagsnefndar var vakin á henni og hvað varðar legu vegar aðþessum húsum er vísað á undirskrifað samkomulag milli eigenda Skálafells og landeiganda.

4.liður. Fráveitumál eru leyst í samráði við Heilbrigðiseftirlit. Skipulagsnefnd getur ekki séð að aðstaða fyrir rotþró og síubeð sé síðri en við Skálafell, jafnvel með betra móti en víðast hvar.

5.liðurSkipulagsnefnd getur getur ekki hlutast til um hverja landeigandi fær til að ganga erinda fyrir sig en tekur undir að betur hefði mátt standa að grenndar- kynningunni.

6. liður Skipulagsnefnd skilur ekki við hvað er átt þar sem ekkert sameiginlegt bílastæði er austan Skálafells er á skipulagsuppdrættinum.

7. liður Skipulagsnefnd getur með engu móti tekið undir að neyðarleiðin verði felld niður þar sem hún er til þess eins að auka öryggi íbúanna.

Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt með fyrirvara um staðfestingu og auglýsingu aðalskipulags.

 

 

7.Tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Heiðarholts - athugasemdir.

 

Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um staðfestingu og auglýsingu aðalskipulags.

 

8.Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 5.júlí s.l. v. ljósleiðara Landsnets um Vaðlaheiði, framkvæmdaleyfi.

 

Skiplagsnefnd leggur til aðframkvæmdaleyfið verði veitt um leið og svæðisskipulagið verður fellt úr gildi.

 

9.Úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingamála í máli lnr. 40/2006.

 

Lagt fram til kynningar.

 

10.Erindi frá Gunnar H. Gíslasyni, Lækjartúni 2, Akureyri, dags. 6. júlí s.l. varðandi hámarkshæð frístundahúss á lóð nr.25 í Heiðarbyggð í landi Geldingsár.

 

Skipulagsnefnd leggur til að umrædd undanþága verði send í grenndarkynningu til hagsmunaaðila, þ.e. eigenda aðliggjandi lóða, stjórn félags húseigenda á svæðinu og landeiganda.

 

11.Erindi frá Helga Sigurðssyni, Vaðlabyggð 3, dags. 6. júlí s.l., varðandi aðkomu að lóðinni og lóðarmörk.

 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leytiað því tilskyldu að hinni innkeyrslunni sé þá lokað.

 

12.Reglur um stöðu gáma.

 

Lagt fram til kynningar. Umræður urðu um geymslugáma og staðsetningu þeirra, umgengni og leyfi fyrir þeim en grein 71,2 í byggingareglugerð er eftirfarandi. “Gámar skulu ekki standa utan skipulagðra gámasvæða og gámastæða á lóð. Byggingarnefnd getur í sérstökum tilfellum, svo sem vegna byggingarframkvæmda, þjónustu eða sorpsöfnunar, veitt tímabundið leyfi allt að eitt ár í senn.”

 

 

Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið kl. 23:40