Skipulagsnefnd

10. fundur 18. júní 2007

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

10. fundur

 

Árið 2007,mánudagur 18. júní kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 10. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Guðmundur Bjarnason, varamaður í forföllum Önnu Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Verklagsreglur um deiliskipulag á vegum einkaaðila – Endurskoðun.

 

Ekki hefur náðst að funda með skipulagnsefnd Eyjafjarðarsveitar eins og stefnt var að á síðasta fundi. Afgreiðslu frestað.

 

  1. Breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998-2018 - Athugasemdir.

 

Svör bárust frá eftirtöldum aðilum: Akureyrarbæ,Dalvíkurbyggð, Arnarneshreppi og Þingeyjarsveit. Engar athugasemdir bárust. Lagt til að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar.

 

3. Breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps – Afstaða tekin til athugasemda

 

Athugasemd barst frá Akureyrarbæ með bréfi dags. 21. maí s.l. varðandi fráveitu- og sorpmál. Skipulagsnefnd tekur undir sjónarmið Akureyrarbæjar varðandi fráveitumál og tekur nauðsynlegt að setja fyllri ákvæði og skilyrði hvað þau mál varðar, en telur að um ákveðinn miskilning sé að ræða varðandi sorpmálin, þar sem ekki er um heildarendurskoðun skipulagsins að ræða.

Einnig barst athugasemd frá Helgu Kristjánsdóttur og Helga M. Stefánssyni dags. 14. júní s.l.varðandi þéttingu byggðar, fráveitumál og stjórnsýslu. Skipulagsnefnd hafnar athugasemd um þéttingu byggðar, þar sem lóðirnar eru vel yfir lágmarksstærð. Varðandi fráveitumál er vísað til svars við athugasemd Akureyrarbæjar. Varðandi stjórnsýslu vísar skipulagsnefnd til bókana frá 8. og 9. fundi skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd leggur til að fráveitumálin verði skoðuð frekar og horft til framtíðarlausna.

 

4.Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018. Niðurfelling.

 

Tekið fyrir bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar dags. 14. júní s.l. varðandi niðurfellingu svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998-2018. Skipulagssnefnd leggur til að niðurfellingin verði samþykkt.

 

5.Erindi frá Línuhönnun dags. 22. maí s.l. varðandi lagningu ljósleiðara Landsnets.

 

Skipulagsnefnd mælir með að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar með veitingu framkvæmdaleyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga, vegna lagningu ljósleiðara Landsnets um sveitarfélagið skv. meðfylgjandi afstöðumynd unninni af Línuhönnun dags. 7.12.2006, þar sem skipulag er ekki til staðar.Nefndin leggur áherslu á samþykki landeigenda.

 

6. Bréf frá Akureyrarbæ dags. 23. maí s.l. varðandi ljósleiðara frá Rangarvöllum og nýtt iðnaðarsvæði á Rangárvöllum. Breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018.

 

Erindið kynnt.

 

7. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 16. maí s.l. þar sem óskað er umsagnar um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.

 

Skipulagsnefnd fagnar því að skerpt verði á réttindu og skyldum eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.

 

8. Samþykkt um gatnagerðargjald fyrir Svalbarðsstrandarhrepp – drög.

 

Skiplagsnefnd leggur til að framlögð drög að samþykkt um gatnagerðargjald fyrir Svalbarðsstrandarhrepp verði samþykkt með lítilsháttar breytingum.

 

9. Fundargerðir 58. og 59. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 8. maí og 5. júní.

 

Kynntar.

 

10. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 8. júní s.l. varðandi undanþágubeiðni frá 7. mgr. 4.16.2 gr. skipulagsreglugerðar nr. 400/1998 vegna deiliskipulags fyrirhugaðs frístundasvæðis í landi Veigastaða I.

 

Umhverfisráðuneytið hafnar beiðni um undanþágu vegna lóða nr. 50-53 í landi Veigastaða.

 

11. Erindi frá Jóni Bjarnasyni vegna stækkunar á sumarhúsinu Bjarnaborg.

 

Skipulagsnefnd óskar eftir afstöðumynd og í framhaldinu verður sótt um heimild skv. 3. tl. skipulags- og byggingarlaga fyrir umræddri stækkun.

 

 

12. Erindi frá Ívari Erni Guðmundssyni dags. 18. júní s.l. varðandi drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Sólbergs.

 

Skipulagsnefnd telur nokkur atriði enn óljós og leggur því til að viðkomandi aðilar fundi um málið.

 

 

Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið kl. 00:05