Skipulagsnefnd

35. fundur 15. júní 2009
Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

35. fundur

 

Árið 2009, mánudagur 15. júní kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 35. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri. Gestur fundarins var Þórarinn Ágústsson f.h. Depils ehf .

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Skipulag Hamarstúns.

Rætt við Þórarinn Ágústsson um möguleika varðandi skipulag á Hamarstúni, hverfisvernd, fjörurétt o.fl. Einnig voru honum kynntar verklagsreglur um skipulag á vegum einkaaðila.

Fleira ekki fært til bókar.

Fundi slitið kl.22.00