Skipulagsnefnd

42. fundur 06. maí 2010

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

42. fundur

 

Árið 2010, 6.maí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 42. fundar í Ráðhúsin á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri sat einnig fundinn. Fundargerð ritar Anna Fr. Blöndal.

Gylfi Halldórssonsetti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Afgreiðsla sveitarstjórnar á fundargerð 41. fundar skipulagsnefndar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/landeiganda vegna deiliskipulags Hamarstúns landspildu úr landi Túnsbergs.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að yfirlýsingu framkvæmdaleyfishafa verði þinglýst á spilduna áður en lengra haldið.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25. mars s.l. v/byggingu frístundahúss í landi Neðri Dálksstaða.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Hugmynd um hjólreiða- og göngustíg meðfram þjóðvegi 1 gegnum Vaðlareitin.

Skipulagsnefnd lýst vel á hugmynd um göngu- og hjólastíg gegnum Vaðlareit og leggur til að afstaða landeigenda verði könnuð með formlegum hætti. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að könnuð verði aðkoma Vegagerðarinnar að framkvæmdinni. Það er einnig ljóst að samráð þarf að hafa við Eyjafjarðarsveit um stígagerðina þar sem hann myndi liggja innan beggja sveitarfélaganna.

 

  1. Tillaga að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 – 2020 (greinargerðin var send með tölvupósti 15. apríl s.l.).

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemdir við skipulagið.

 

  1. Tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi ísl. Sveitarfélaga dags. 20. apríl s.l. v/verklag við staðfestingu ákvarðana skipulagsnefnda.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tölvupóstur frá Grímu Káradóttur hjá skipulagsstofnun þar sem tilkynnt er að samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum sé frestað til haustsins eða til 16. og 17. september n.k. vegna sveitarstjórnarkosninga.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Staðsetning sorpgáms ofan lóðar nr. 44 í Kotabyggð.

Lagt fram til kynningar svarbréf frá Hauki Halldórssyni f.h. Veigastaða ehf. dags. 3. maí s.l. varðandi ósk um að fá að staðsetja sorpgám ofan lóðar nr. 44. í Kotabyggðinni.

 

 

Önnur mál:

  1. Gámur við Vaðlabyggð 6.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

 

  1. Gögn frá Helga Þórssyni varðandi skipulag svæðisins neðan skógarreitsins.

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 21.30