Í ár eru nær 30 ár liðin frá því að tekið var upp árlegt samstarf milli Valsárskóla og Safnasafnsins um sýningar. Var það gert að frumkvæði Jennýjar Karlsdóttur sem orðaði það á fyrstu opnun safnsins vorið 1998. Jenný sá þá um fyrsta og annan bekk skólans. Verkefnið hófst með því að börnin komu inn á safn og teiknuðu fugla sem Níels Hafstein, safnstjóri, fékk svo í hendur og yfirfærði á viðarplötur og sagaði út. Eftir að börnin máluðu fuglana voru þeir skrúfaðir á hrífusköft og að lokum gengu börnin í halarófu frá safninu yfir brúna inn í Gróðurreitinn þar sem þau fengu að velja sér staði og þeim stungið niður til sýnis. Sjónvarpið myndaði athöfnina og útvarpaði sama dag í kvöldfréttum.
Þórgunnur Þórsdóttir, sérfræðingur á Safnasafninu, hefur síðastliðnar vikur unnið með Valsárskóla að samstarfsverkefni ársins 2025 sem er unnið til heiðurs samstarfsverkefninu sem Jenný Karlsdóttir fór af stað með á sínum tíma. Verkin munu prýða garðana í kringum safnið undir sýningarheitunu 17 sortir - og hið nýja þema er svo sannarlega í tilefni af 30 ára afmæli Safnasafnsins! Tertur!
Öll velkomin.