Svalbarðsstrandarhreppur starfrækir vinnuskóla á sumrin fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára. Vinnuskólinn hefur að leiðarljósi að skapa hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir unglinga á aldrinum 14 – 16 ára (nemendur sem lokið hafa 8. – 10. bekk). Reynt er að hafa sumarstörfin eins fjölbreytt og frekast er unnt, en fyrst og fremst er um að ræða umhverfisverkefni af ýmsum toga s. s. slátt og hirðingu lóða og opinna svæða, hreinsun rusls af vegsvæðum og víðar o. s. frv.
Í starfi skólans er leitast við að unglingarnir kynnist þeim skyldum, sem því fylgir að taka þátt í atvinnulífi og að gera þá hæfari til starfa á almennum vinnumarkaði. Þeim er kennd notkun þeirra verkfæra, sem nauðsynleg eru og notast við þau verkefni, sem á hverjum tíma er unnið að. Þannig öðlist unglingarnir reynslu af verklegum störfum, sem að gagni getur komið síðar meir.
Laun fyrir vinnuskóla falla ekki undir kjarasamninga, en sveitarstjórn hefur ákveðið að þau skuli vera hlutfall af launaflokki 115 þrepi 1 skv. kjarasamingum Einingar-Iðju. Eftirfarandi hlutfall var ákveðið:
Laun með orlofi
Árg. 2003 kr.
Árg. 2004 kr.
Árg. 2005 kr.
Flokksstjóri verður .
Umsjónarmaður er .
Ef hvorugt þeirra er viðlátið má hafa samband við .
- Samþykkt um vinnuskóla Svalbarðsstrandarhrepps
- Hægt er að skrá sig í vinnuskólann á skrifstofu hreppsins eða með því að senda póst á postur@svalbardsstrond.is