Vitinn

Ljósmynd: Halldóra Dögg

Svalbarðseyrarviti var byggður árið 1920 og kostuðu sveitarfélög við fjörðinn að hluta byggingu vitans en ríkissjóður greiddi stærsta hlutann. Vitinn er byggður eftir sömu teikningu og vitarnir í Hrisey og Papaey. Árið 1933 var byggt steinsteypt anddyri við Svalbarðseyrarvita en hönnuðir vitans voru þeir Thorvald Krabbe og Guðmundur J. Hlíðar verkfræðingur og hönnuður anddyris Benedikt Jónasson verkfræðingur. Svalbarðseyrarviti er því 100 ára í ár og eins og þeir sem heimsækja vitann hafa tekið eftir er verið að laga umhverfi vitans, hellur verða lagðar næsta vor eða sumar þegar lagfæringum á varnargarði lýkur auk þess sem vitinn var málaður síðastliðið sumar.

Fjöldi ljósmynda er til af Svalbarðseyrarvita og í byrjun árs 2021 verður hafist handa við að safna myndum og skrá. Vitinn var upphaflega hvítur að lit, með rauðri rönd á miðjum veggjum en var síðar málaður gulur. Stefnt er að því að skilti verði sett upp með upplýsingum um vitann og dýralífið í kringum Svalbarðstjörn.

Vitinn er 7.5m yfir sjó og er ljóshæð hans 9m yfir sjó.

Svalbarðsstrandarviti í myndum

 


Efni yfirfarið 20.01.21