Leikskólinn ÁlfaborgVefsíða skólans

Leikskóli var stofnaður á Svalbarðsströnd 1993. Hann tók til starfa 15. mars í húsnæði kaupfélagsins sem þá var hætt rekstri. Tillögur um nafn á leikskólann voru gerðar meðal foreldra og var nafnið Álfaborg valið. Opnunartími var kl. 08-13.00 og rými fyrir 20 börn.

Leikskóli sem bar nafnið Álfaborg opnaði í gamla grunnskólahúsnæðinu 31. júlí 1995. Þá var boðið upp á nokkra vistunartíma og var leikskólinn opinn frá kl. 07.45 – 17.15. Frá 1. september 2001 hafa öll börnin komið á morgnana og eru mislangt fram á daginn.

Í dag er leikskólinn opinn frá kl. 07.45- 16.15. Frá upphafi var leikskólinn ein deild fyrir 2-6 ára börn. Haustið 2005 var 150m2 nýbygging tekin í notkun og breytti hún aðstöðunni til hins betra. Sumarið 2006 var síðan eldri hluti skólans endurbættur, forstofa löguð og aðskilin frá grunnskólainngangi, settur hiti í gólf, ný gólfefni, nýjar hurðir og sena færð yfir í húsnæði leikskólans. Um áramót 2005-2006 varð sú breyting að inntökualdur var færður niður í 18 mánuði og frá haustinu 2016 var farið að taka inn börn strax eftir fæðingarorlof á sérstakri ungbarnadeild við skólann.

Leikskólastjóri í Álfaborg frá stofnun leikskóla á Svalbarðsströnd til 1995 var Guðrún Jónsdóttir og frá 1995 til sameiningar skólanna var Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri.

Leikskólinn er opinn frá 7:45 - 16:15

Sjá einnig: 


Efni yfirfarið 29.11.20