Fréttir

Svalbarðsstrandarhreppur afhendir Ungmennafélaginu Æskunni húsnæði

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur gert samning við Ungmennafélagið Æskuna um afnot af hluta húsnæðis að Svalbarðseyrarvegi 8, (gamla áhaldahúsið) Ungmennafélagið áætlar að nýta húsið fyrir félagsstarf.

Sumarlokun

Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps verður lokuð frá og með mánudeginum 22. júlí til og með 9. ágúst vegna sumarleyfa.

Orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 2024

Flogið verður beint frá Akureyri til Prag 25. til 28. október. Umsóknarfrestur er til 10. júlí.

Fundarboð 137. fundur 26. júní 2024

137. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 26. júní 2024 kl. 14:00.

Kynning á breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar

Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, miðvikudaginn 26. júní nk. milli kl. 13:00 og 15:00 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillöguna.

Sumaropnun sundlaugar Svalbarðsstrandarhrepps

Sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps verður opnuð fyrir gesti miðvikudaginn 19. júní.

Kæri íbúi - Dear resident - Drodzy mieszkańcy

Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð? Nú fer fram könnun meðal íbúa landsins vegna rannsókna á þjónustusókn sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar.

Gjöf til landsmanna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands 17. júní 2024

Forsætisráðuneytið í samvinnu við Forlagið hefur gefið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. Íbúar Svalbarðsstrandarhrepps geta nálgast sitt eintak í ráðhúsinu á opnunartíma skrifstofu. 

Svalbarðsstrandarhreppur óskar eftir matráði í 100% stöðu.

Viltu vinna með skemmtilegu fólki, flottum nemendum í fölbreyttu starfi þar sem enginn dagur er eins? Þá viljum við fá þig í okkar lið. Matráður starfar í eldhúsi Valsárskóla sem sér um máltíðir fyrir grunnskólann Valsárskóla, leikskólann Álfaborg og starfsfólk sveitarfélagsins.