Skipulags & Byggingarmál

Drög að nýju íbúahverfi á Svalbarðeyri - teikningar

Sveitarstjórn fjallar um skipulagsmál í Svalbarðsstrandarhreppi.

Í Svalbarðsstrandarhreppi er í gildi aðalskipulag fyrir sveitarfélagið sem gert var fyrir tímabilið 2008-2020. Í því er að finna stefnu sveitarstjórnar varðandi landnotkun í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn fundar að jafnaði hálfs mánaðarlega, á þriðjudögum. Þeim sem eiga erindi við sveitarstjórn er bent á að senda erindi sín inn nokkru fyrir áætlaðan fund svo tími gefist til að undirbúa málin til afgreiðslu. Jafnframt er bent á mikilvægi þess að erindum fylgi öll fullnægjandi gögn.

Í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar má skoða Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og flest þeirra deiliskipulaga sem í gildi eru.

Svalbarðsstrandarhreppur á map.is.


Byggingareftirlit

Byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis fer með byggingareftirlit í Svalbarðsstrandarhreppi. Hann hefur eftirlit með byggingu húsa og mannvirkja og gefur út byggingarleyfi að lokinni afgreiðslu byggingarnefndar. Hann annast jafnframt skráningu fasteigna og lóða í fasteignaskrá. Byggingarfulltrúi starfar samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og Byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Byggingarfulltrúi:

Vigfús Björnsson
Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600
Farsími: 696 5767
Tölvupóstur: vigfus@sbe.is

Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis

Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur og Hörgársveit starfrækja sameiginlega byggingarnefnd, Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis. Nefndin starfar samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010, Byggingarreglugerð nr. 112/2012 og samþykkt um afgreiðslur sameiginlegrar byggingarnefndar nr. 420/2013.
Byggingarnefnd fjallar um umsóknir um byggingarleyfi áður en byggingarleyfi er gefið út og hefur eftirlit með stjórnsýslu byggingarfulltrúa fyrir hönd hlutaðeigandi sveitarstjórna. Fundardagar byggingarnefndar eru fyrsti og þriðji þriðjudagur í mánuði. Fundir falla niður ef ekki liggja fyrir erindi.

Umsóknir um byggingarleyfi

Sótt skal um byggingarleyfi á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn telst því aðeins gild að öll nauðsynleg fylgigögn skv. gr. 2.4.1. í byggingarreglugerð liggi fyrir. Byggingarfulltrúi veitir nánari upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn. Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis er að bygg­ingar­nefnd hafi veitt henni samþykki sitt. Um byggingarleyfisskyldu vísast til kafla 2.3. í Byggingarreglugerð.
Ef mannvirki sem sótt er um er í samræmi við skipulag getur byggingarnefnd samþykkt umsóknina. Sé skipulagsheimild ekki fyrir hendi þarf umsækjandi að afla hennar frá Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps áður en umsókn um byggingarleyfi er tekin til afgreiðslu hjá byggingarnefnd.
Umsækjendur eru hvattir til að sækja um byggingarleyfi og skipulagheimildir tímanlega því nokkurn tíma getur tekið að afla umsagna og afgreiða umsóknir.


Efni yfirfarið 29.11.20