Spurt og svarað um aðgang að gámasvæðinu

Opnunartími gámasvæðis:

  • Opið er frá kl. 13:00 til 17:00 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Hverskonar aðgangur er að gámasvæðinu?

  • Aðganginn færð þú á símanúmerið þitt og getur sett upp í eitt tæki.

Hvernig fæ ég aðgang að gámasvæðinu?

  • Íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu, eigendur frístundahúsa og starfsmenn sveitarfélagsins geta sótt um aðgang að gámasvæðinu hér. Ef þú telur þig þurfa aðgang að svæðinu en uppfyllir ekki fyrrnefnd skilyrði, skaltu sækja um og setja ástæðu í umsóknina. Starfsmaður fer yfir allar umsóknir og sendir tölvupóst með leiðbeiningum í uppgefið netfang þegar aðgangurinn er klár.

Hliðið opnast ekki með appinu, hvað get ég gert?

  • Netsamband við hliðið hefur líklegast rofnað af einhverjum ástæðum. Þú getur hringt í hliðið í símanúmer 839 6219 og hliðið opnast. ATH það getur tekið nokkrar hringingar áður en hliðið opnast. Endilega láttu vita svo hægt sé að endurræsa hliðið. Þú getur haft samband í síma 464 5500 þegar skrifstofan er opin. Einnig er hægt að senda póst á netfangið postur@svalbardsstrond.is

Ég var að skipta um símtæki og get ekki skráð mig inn í appið. Hvað geri ég?

  • Þú þarft að senda beiðni um að endursetja aðganginn þinn. Aðgangurinn þinn er aðeins fyrir eitt tæki og ef þú skiptir um tæki þarf að hreinsa aðganginn svo þú getir skráð þig inn í nýtt tæki. Þú getur sent beiðni hér. Starfsmaður afgreiðir þetta við fyrsta tækifæri og sendir svo staðfestingu í tölvupósti.

Hvaða símanúmer hefur hliðið?

  • Þú getur hringt í 839 6219 til að opna hliðið. Það getur tekið nokkrar hringingar áður en hliðið opnast.

Appið biður um „country code“ eða landsnúmer (+354). Ég get samt ekki skráð mig inn með því, hvað veldur?

  • Við skráum öll símanúmer í kerfið án þess að setja landsnúmer. Þess vegna þarf að sleppa landsnúmerinu þegar þú skráir þig inn í appið.

Ég man ekki notendanafnið mitt og password í appinu.

  • Notendanafnið er símanúmerið þitt. Lykilorðið eru síðustu sex stafirnir í símanúmerinu þínu.