3. áfangi gatnagerðar í Bakkatúni er hafinn - Íbúar eru beðnir um að gæta sín.

Hafin er vinna við gatnagerð í Bakkatúni og borið hefur á að gangandi vegfarendur geri sér ferð til að skoða aðstæður. Við biðlum til fólks að ganga ekki yfir vinnusvæðið þar sem það getur reynst hættulegt. Það er búið að grafa töluvert af skurðum á svæðinu og er raunveruleg dýpt þeirra ekki alltaf sýnileg í þeirri vetrartíð sem nú er. Nesbræður munu setja lokunarskilti í botnlangann í Bakkatúni til að hindra umferð sem getur truflað vinnu verktaka á svæðinu.

Verklok eru áætluð í lok sumars og biðjum við íbúa að sýna verkinu tillitssemi meðan á því stendur.