Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2025-2037

Kynning á vinnslutillögu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. apríl 2025 að kynna vinnslutillögu fyrir nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem nær til alls lands sveitarfélags og er sett fram sem stefna um framtíðarnotkun lands og byggðar. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu.

Opinn kynningarfundur verður haldinn í Valsárskóla þann 30. apríl, kl. 17:00 - 18:00 Þar verður kynning á vinnslutillögu aðalskipulagsins og fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsfulltrúi og skipulagsráðgjafar verða á svæðinu til að svara spurningum.