Appelsínugul viðvörun – minnum á að festa lausamuni og huga að niðurföllum

Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri á morgun fimmtudag og fram á föstudag. Útlit er fyrir norðan hvassviðri 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Gott er að minna íbúa á að festa lausamuni, trampólín, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur rifið með sér. Íbúum er bent á að fylgjast með veðurspá og hægt er að fylgjast með veðri á vedur.is. Talsverð eða mikil rigning fylgir. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáli og sem snjókoma ofan 500 metra.

Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Íbúar eru hvattir til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindur til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám.