Atvinnu auglýsing - skipulagsfulltrúi

Byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) óskar eftir sérfræðingi í skipulagsmálum í 80-100% starf. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem stofnað var árið 2017 til að annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit. Skrifstofa embættisins er á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi. Nánari upplýsingar veitir Vigfús Björnsson í síma 463 – 0621 eða á sbe@sbe.is.

Sjá auglýsingu í PDF formi.