Byggðir og bú 2025

Nú er komið að myndatökum af húsum og jörðum fyrir bókina Byggðir og bú 2025. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur áður gefið út þrjú rit, árið 1963, 1985 og 2005 sem fjalla um jarðalýsingar í Suður-Þingeyjarsýslu.

Halldóra Kristín Bjarnadóttir ljósmyndari mun sjá um verkið og byrjað verður á myndatökum í sumar og þá mest í júlí og ágúst. Við vekjum athygli á að dróni verður einnig notaður við myndatökur.

Ef spurningar vakna má hafa samband við Ingu Árnadóttur í netfangið thorisstadir@internet.is.