Fundarboð 94. fundur 29.06.2022

Fundarboð

 

  1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 24. júní 2022 kl. 13:00.

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

1806009 - Ráðning sveitarstjóra

 

Umsóknarfrestur til að sækja um stöðu sveitarstjóra rann út 19. júní síðastliðinn. Farið verður yfir hver næstu skref verða í ráðningarferlinu.

     

2.

2206008 - Geldingsá - viðbygging 2022

 

Jóhannes Arason Fossdal óskar eftir leyfi til að byggja skemmu þar sem áður stóð fjárhús.

     

3.

1901003 - Aðalskipulag 2020-

 

Árni Ólafsson kemur á fundinn til að fara yfir verkstöðu nýs aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.

     

7.

2206001 - Erindi til sveitarstjórnar sem varða hjólabraut og Æskuvöllinn

 

Farið yfir tillögur Æskunnar um úrbætur og lagfæringar á Æskuvelli og hjólabraut sem kynntar voru sveitarstjórn. Formaður Æskunnar Þóra Sigríður Torfadóttir og umsjónarmaður fasteigna Tómas Ingi Jónsson koma og fara yfir tillögurnar með sveitarstjórn.

     

9.

2206007 - Erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum

 

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu.

Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana.

Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar með því að svara eftirtöldum spurningum eigi síðar en 31. júlí næstkomandi.

     

12.

2201007 - Fundargerðir stjórnar SSNE árið 2022

 

37. og 38 fundargerð SSNE lagðar fram til kynningar.

     

Almenn mál - umsagnir og vísanir

4.

2111010 - Frágangur á göngu- og hjólastíg

 

Farið yfir tilboð í að leggja jöfnunarlag á göngu- og hjólastíginn í Vaðlareit.

     

5.

1806010 - Laun sveitarstjórnar

 

Laun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 ákveðin.

     

6.

2011012 - Stytting vinnuvikunnar

 

Mál sem var frestað á 93. fundi sveitarstjórnar. Vinnuhópur í Valsárskóla hefur unnið að tillögu vegna styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum FG. Niðurstöður vinnuhópsins lagðar fyrir sveitarstjórn.

María Aðalsteinsdóttir skólastjóri mun mæta á fundinn til að kynna niðurstöðurnar nánar.

     

8.

2111005 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi

 

Í framhaldi af vinnu á "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" og þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram á samþykktum um meðhöndlun úrgangs, endurskoðun á uppsetningu gjaldskráa og í mörgum tilvikum þarf að huga að gerð útboðsgagna fyrir útboð sorphirðu þjónustu.

SSNE óskar eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:

Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs
Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um endurskoðun og samræmingu á uppsetningu gjaldskráa
Mun sveitarfélagið taka þátt í sameiginlegu verkefni um samræmda uppsetningu útboðsgagna

     

10.

2206006 - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi

 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna leyfis til reksturs gististaðar í Flokk III-C, minna gistiheimili.

     

11.

2112004 - Tónlistarskóli Eyjafjarðar

 

Kostnaðaráætlun Tónlistarskóla Eyjafjarðar veturinn 2022-23 lögð fram til samþykktar.

     

 

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 24.06.2022,

Gestur Jensson
Oddviti.