Fundarboð 95. fundur 16.08.2022

Dagskrá:

Almenn mál - umsagnir og vísanir

1.

2204004 - Frístundasvæði í landi Meyjarhóls og Halllands

 

Kallað var eftir nýjum gögnum á 93. fundi sveitarstjórnar 15. júní sl. Fulltrúi Halllands ehf hefur skilað ítarlegri gögnum.

 

   

2.

2106009 - Geldingsárhlíð

 

Erindi hefur borist frá Guðmundi Gunnarssyni og Hólmfríði Guðmundsdóttur vegna skipulags tillögu sem var samþykkt á fundi sveitarstjórnar nr. 92 þann 1. júní sl.

 

   

3.

2112006 - Bakkatún 6

 

Ósk lóðarhafa Bakkatúni 6 um breytingu á stækkun byggingareits í samræmi við svör/viðbrögð við grenndarkynningu og hugmyndir lóðarhafa. Hér er minniháttar frávik frá tillögunni sem send var út í grenndarkynningu.

 

   

Almenn mál

4.

2208005 - Skipan fulltrúa í stjórn SSNE

 

Svalbarðsstrandarhreppur á aðalmann í stjórn SSNE næstu 2. árin. Sveitarstjórn þarf að tilnefna fulltrúa í stjórn SSNE.

 

   

5.

2208007 - Erindi frá Hárinu 1908 fyrir viðburði

 

Eigendur að Hárinu 1908 senda inn erindi með ósk um að halda viðburð á bryggunni, þar sem ekki verður að bryggjuhátið í ár. Einnig óska aðilar eftir styrk frá sveitarstjórn vegna viðburðarins.

 

   

6.

2208006 - Umsóknarbeiðni um rekstrarleyfi gistingar

 

Sýslkumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna leyfis til reksturs gististaðar í flokki IV, frá Hótel Natur Akureyri ehf vegna Hótels Natur Þórisstöðum.

 

   

7.

2102011 - Valsárskóli loftræsting

 

Umsjónamaður fasteigna kynnir stöðu framkvæmda í Valsárskóla.

 

   

8.

2208010 - Framkvæmdaleyfi

 

Ósk um framkvæmdaleyfi.
Norðurorka hefur hug á að fjarlægja gamlan vatnsgeymi við Sunnuhlíð á Svalbarðsströnd og setja í staðinn plast geyma. Lokahús sem er fyrir framan núverandi geymi yrði skilið eftir og notað áfram.
Tankarnir koma fyrir ofan núverandi tank, innan lóðar Norðurorku og eru sex talsins. Hver tankur er með innanmál 2 m og lengd 12 m (sjá mynd í viðhengi). Tankarnir verða lítillega grafnir niður en síðan fyllt yfir þá þannig að ekkert sést í þá nema mannop. Reiknað er með að tankarnir komi um mánaðarmót september ? október en þá þarf jarðvinnu undir þá að vera lokið.
Þegar frágangur verður búin í kringum nýju tankana verður núverandi tankur rifinn í burtu.

 

   

9.

2208008 - Ársreikningur 2021

 

Ársreikningur Greiðrar leiðar 2021 lagður fram til kynningar.

 

   

10.

2208003 - Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

 

Undirritaður hefur verið rammasamningur milli ríkis og sveitarfélaga sem ætlað er að tryggja stöðuga uppbyggingu íbúða á næstu 10 árum í samræmi við þörf. Í rammasamningnum kemur fram áætlun á landsvísu um byggingu 4.000 íbúða árlega á næstu fimm árum og 3.500 íbúða árlega næstu fimm ár eftir það til að mæta áætlaðri þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Rammasamningurinn lagður fram til kynningar.

 

   

Fundargerð

11.

2208001F - Félagsmálanefnd - 21

 

11.1

2208002 - Trúnaðarmál

 

11.2

2208001 - Trúnaðarmál

 

   

Fundargerðir til kynningar

12.

2203006 - 2022 fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerðir Skipulags- og byggingafulltrúa nr, 41. 42. og 43. lagðar fram til kynningar.

 

   

13.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

910. og 911. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lagðar fram til kynningar.

 

   

14.

2208009 - Fundargerð aðalfundar júní 2022

 

Fundargerð aðalfundar sem haldin var 28. júní 2022.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 15.08.2022,

Gestur Jensson
Oddviti.