Heiti potturinn sem hefur þjónað sundlauginni á Svalbarðseyri vel í gegnum árin og verið fastur hluti af upplifun gesta er að víkja fyrir nýjum og stærri potti sem verður tekinn í notkun í vor, og því leitum við að nýjum eiganda sem getur nýtt hann áfram.
Potturinn selst hæstbjóðanda og öll tilboð eru vel þegin.
Tilboðsfrestur er til og með 15. desember.
Mikilvægt: Potturinn þarf að fara sem allra fyrst eftir að tilboðsfresti lýkur.
Kaupandi sér um að fjarlægja pottinn af staðnum.
Tilboð skal berast á postur@svalbardsstrond.is
Með von um að potturinn haldi áfram að gleðja unga sem aldna.
Skrifstofan

Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801