Niðurstöður úr íslensku æskulýðsransókninni verða kynntar á fundi þriðjudaginn 28. janúar nk.

Kynningin fer fram í matsal Valsárskóla kl. 19:30.

Gunnar Gíslason sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri verður fundarstjóri og stjórnar umræðum og María skólastjóri mun kynna helstu niðurstöður.

Dagskrá:

  • Stutt kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar
  • Umræður um hvernig hægt er að efla farsæld barna í sveitarfélaginu
  • Samantekt

Við hvetjum alla íbúa sveitarfélagsins til að mæta hvort heldur sem þeir eiga börn í leik- og/eða grunnskóla eða ekki. Endilega mætið og takið þátt í umræðu um hvernig við getum í sameiningu aukið farsæld barna í sveitarfélaginu. 

Skólastjóri Valsárskóla og tengiliður farsældar
Skólanefnd Svalbarðsstrandarhrepps
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps