Okkur bráðvantar flokkstjóra í vinnuskóla Svalbarðsstrandarhrepps

Við vinnum í skemmtilegu umhverfi með góðu fólki.

Við leitum að einstaklingum sem eru jákvæðir, stundvísir, samvinnufúsir, hafa gott vald á íslensku og hafa náð 19. ára aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Stjórnun starfs vinnuskólahóps, leiðbeina nemendum um vinnubrögð og verklag, skil á tímaskýrslum. Vinna með uppbyggileg samskipti og skapa liðsheild í nemendahópnum.

Svalbarðsstrandarhreppur er í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Ef viðkomandi hefur ekki bíl til umráða verður því bjargað með akstri til og frá Akureyri.

Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og SÍS.

Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu sveitarfélagsins

Svalbarðsstrandarhreppur – Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri - 464 5500 Svalbardsstrond.is