Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að opna sorpmóttöku í Kotabyggð í sumar, með það að markmiði að koma til móts við íbúa og gesti sveitarfélagsins yfir sumarmánuðina.
Á svæðinu verður aðgengi að gámi fyrir blandaðan úrgang sem og tunnum fyrir lífrænan úrgang. Aðrir úrgangsflokkar, svo sem timbur, raftæki og annað sérflokkað efni, skulu áfram fara á gámasvæðið á Svalbarðseyri.
Gámasvæðið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13:00 til 17:00. Grendarstöð á Svalbarðseyri er opin allan sólarhringinn.
Tilgangur með opnun sorpmóttöku er að bæta aðgengi að úrgangsmóttöku og auðvelda rétta meðferð sorps. Mikilvægt er þó að hafa í huga að sorpmóttakan er ekki ætlað fyrir úrgang sem krefst sérstakrar meðhöndlunar eða flokkunar, líkt og á við um gámasvæðið á Svalbarðseyri.
Fyrri reynsla sýnir að það getur reynst áskorun að viðhalda réttri notkun slíkrar stöðvar, en við treystum því að með sameiginlegu átaki takist vel til að þessu sinni.
Við tökum þetta skref í trausti þess að íbúar og gestir sýni ábyrgð og virðingu fyrir svæðinu. Með sameiginlegu átaki getum við viðhaldið fallegu og hreinu sveitarfélagi sem við öll getum verið stolt af.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801