Björgunarsveitin Týr færði leikskólanum endurskinsvesti.

Björgunarsveitin Týr kom færandi hendi í  leikskólann Álfaborg í dag og færði leikskólanum gul endurskinsvesti að gjöf, einnig fengu börnin endurskinsmerki að gjöf. Börnin fengu að skoða bíl og fjórhjól sveitarinnar sem vakti mikla kátínu barnanna. Björgunarsveitin Týr á þakkir skyldar.